Friday Mix No.2
Fashion is dead! Interesting article about fashion today by Lidewij Edelkoort
Beging stuck
Það getur verið erfitt að setjast niður og eiga hanna nýtt á hverjum degi ... ég er búin að vera frekar „stuck“ síðustu daga en loksins komin út úr vonleysinu. Það er hollt þegar hlutir ganga ekki alltaf upp og þarf maður að finna sér leiðir til að komast út úr hugarhringnum sem ásækir mann á hverjum degi. Þegar þessir dagar koma, reyni ég að breyta um umhverfi, skoða nýjan innblástur og fá ferskt álit frá vinum. Ég er spennt fyrir næstu vikum og mæli ég með að allir kíki á sýninguna okkar sem verður haldin í Hörpunni 9.apríl.
- - - - -
London Spring
London var æði, það var vor í loftinu og mikið labbað um skemmtileg hverfi og markaði. Mér finnst það svo allt annað að skoða borgina með heimamanni heldur en sem túristi. Ég hefði líklegast farið á allt aðra staði, þá sem við sjáum á öllum London póstkortunum, en í staðin fékk ég að kynnast henni á annan hátt. Ég heillaðist af borginni, hún kom mér á óvart því ég var búin að búa mér til ímynd af henni grárri með miklu regni. Það eina sem ég get sett útá borgina eru kaldar íbúðir, sem erfitt er fyrir Íslending að venjast ;)
- - - - -
Mánudagur
Þessa dagana sit ég við og teikna, þar sem ég á að kynna línu næstkomandi föstudag ... mjög spennandi en það þýðir bara langar nætur framundan. Ég ætla svo að skreppa til London í smá efnaleiðangur og hitta góða vinkonu, ég get ekki beðið eftir að komast aðeins í burtu frá rokinu, spurning hvort það sé eitthvað betra hinum megin við hafið. En það er alltaf gott að komast í nýtt umhverfi og hlaða battaríin. Nú styttist í annars árs sýninguna, en hún verður haldin í Hörpu 9.apríl og allir velkomnir.
- - - - -
Tvær gamlar sálir
Mamma hennar Birgittu kom með skemmtilegan punkt um daginn, að nú byggi tvær gamlar sálir saman. Mér finnst það eiga vel við okkur vinkonurnar þar sem við höfum báðar mikinn áhuga á gömlum hlutum. Ég er mjög ánægð að vera búin að fá hana Birgittu sem meðleigjanda, hún er frábær vinkona og einnig kokkur af náttúrunnar hendi ... og nú fæ ég að njóta góðs af því. :)
- - - - -
Þriðjudagur
Fyrir sumum er söfnunarárátta engöngu æskuminning en hjá öðrum ævilöng iðja sem hefst á fullorðinsárum. Með aldrinum hafa söfnin mín orðið mun hnitmiðaðri og fylgir oft góðar minningar um stað og stund þegar hluturinn var fundinn. Oftast eru kaupin ekki plönuð fyrirfram heldur fundin óvænt á mörkuðum. Ég get ekki sagt að þetta sé orðið neitt alvarleg árátta hjá mér heldur bara skemmtilegt áhugamál. :)
Systir mín er að læra grafíska hönnun í LHÍ og fengu söfnin mín að príða litla bók (skólaverkefni) og fékk ég að eiga eitt eintak sem er virkilega gaman.
- - - - -
Wednesday!
Það er svo gott að eiga góða kaffistund með vinkonu á morgnanna. Ég er í smá tilrauna bakstri þessa dagana að baka súrdeigsbrauð, með mis góðum árangri. Ég hef verið frekar óþolinmóð að leyfa súrnum að stækka og verða loftmiklum áður en ég baka svo útkoman verður alltaf smækkuð útgáfa af súrdeigsbrauði ... en þrátt fyrir það þá bragðast brauðið allavega vel. :)
- - - - -
On my mind...
Þessa dagana þrái ég ekkert meira en að komast út úr bænum, í villta náttúru, rólegra umhverfi, endurnærast og ná tengslum við móðir jörð. Við lifum í hröðu samfélagi þar sem allt á að gerast hratt og hefur mér fundist erfitt að slaka almennilega á. Á morgun klára ég tveggja vikna kúrs um Sustainability/Sjálfbærni og eftir að hafa hlustað á marga fyrirlestra og tekið þátt í umræðum um jörðina okkar hefur mér liðið ekkert allt of vel. Ég mundi segja að ég sé frekar umhverfisvæn, ég flokka ruslið mitt (samt ekki nógu mikið), þvæ fötin mín sjaldan og reyni að vera meðvituð um innkaup og nýtingu. Alltaf má maður þó gera betur og hef ég ákveðið að taka mig á í ýmsum efnum. Ég mæli með því að allir takið þetta próf: greencred þessi síða reiknar út hversu margar jarðir þarf til að halda þér uppi.
- - - - -
Sunday details
Emil var ekki lengi að taka nýju foreldra sína í sátt enda mikið knúsaður. :)
Gamalt í bland við nýtt
Mér þykir svo vænt um gömlu hlutina mína, þeir passa svo vel saman við þá nýju. Litli kisinn á neðstu myndinni er nýji fjölskyldumeðlimurinn, hann heitir Emil og var systir mín að fá hann. Mér þykir mjög vænt um hann :)
- - - - -
Best of 2014
Ég ákvað að taka saman uppáhalds mómentin mín á árinu sem var að líða. Ég byrjaði árið á 6 vikna starfsnámi í París, sem var æðisslegt og gaman að kynnast nýrri borg. Ég setti mér áramótarheiti að taka fleirri ljósmyndir sem ég átti ekki erfitt með að standa við. Ég ákvað líka að ferðast meira um fallega landið okkar og njóta sveitarsælunnar og átti ég margar góðar stundir fyrir utan borgarmörkin. Á hverju ári set ég mér áramótarheit sem ég er mis dugleg að standa við, en það er eitthvað svo gott að byrja árið á að líta í eigin barm og setja sér ný markmið. :)
- - - - -
Wells Blog
Duis mollis, est non commodo luctus, nisi erat porttitor ligula, eget lacinia odio sem nec elit. Maecenas faucibus mollis interdum. Nulla vitae elit libero, a pharetra augue.