christmas, winter Bjorg Gunnarsdottir christmas, winter Bjorg Gunnarsdottir

Jólin

jol2016_3.jpg
orri_cavalier.jpg

 Jólin voru heldur stutt í ár en samt sem áður náði ég að njóta stundar með fjölskyldu og vinum. Ég er búin að borða út í eitt og stefni á gott detox í janúar (eins og allir á nýju ári ;)) Vonandi áttu þið góð jól kæru vinir. Sá sem stal allri athyglinni þessi jólin var klárlega hann Orri, nýji fjölskyldu-meðlimurinn (hundurinn) ;)

- - - - - 

Read More
winter, christmas Bjorg Gunnarsdottir winter, christmas Bjorg Gunnarsdottir

Þriðji í aðventu

Veðrið er búið að vera fáránlega skrítið og nákvæmlega ekkert jólalegt. Þrátt fyrir næs veður þá hræðir þessi hiti mann og saknar maður þess að sjá snjóinn. Fyrir nákvæmlega ári síðan fórum við einnig að sækja okkur jólatré og var þá veðrið algjör andstæða við þetta, snjóskaflar og kuldi. Ég týndi líka Mikka í rúman mánuð sem var ekki skemmtilegur tími, en allt endaði vel og liggur hann hér mér við hlið saddur og sáttur. Hér að neðan er mynd sem ég tók 13.desember fyrir ári síðan, aðeins önnur stemmning í gangi ;)

jolin2015

- - - - -

Read More
Mikki, christmas Bjorg Gunnarsdottir Mikki, christmas Bjorg Gunnarsdottir

Gleðileg Jól

Það ríkir mikil hamingja hér á bæ, Mikki er kominn heim eftir þriggja og hálfs vikna ævintýri! Ég fékk ábendingu í fyrradag að hann hafi sést úti á Seltjarnarnesi, svo ég ásamt góðu fólki fórum að leita í marga klukkutíma án árangurs. Á Þorláksmessu fékk ég svo hringingu að hann hafði sést á Vesturströnd svo ég brunaði þangað í flýti. Þar gekk ég í stutta stund þegar Mikki heyrði kallið í mér, sá mig og kom hlaupandi í fangið á mér. Litla skottið þekkti mig! Ég var svo hrædd um það að hann mundi kannski ekki þekkja mig eftir allan þennan tíma eða jafnvel ekki vilja koma til mín, en svo var sem betur fer ekki. Þetta var svo æðissleg tilfining og knúsið sem ég fékk frá honum var yndisslegt. Nú liggur hann saddur og sáttur við hlið mér og malar af gleði. Þetta er klárlega besta jólagjöfin!

Takk allir fyrir að deila og hjálpa mér við leitina af Mikka, máttur facebook er svo sannalega sterkur! 

Gleðileg jól <3

- - - - -

Read More
christmas, my home Bjorg Gunnarsdottir christmas, my home Bjorg Gunnarsdottir

2015

hthogbv14-15.jpg
bryndis.jpg
partei.jpg

Gleðilegt nýtt ár kæru vinir! Ég naut áramótanna í botn í faðmi fjölskyldu og vina. Spennandi tímar framundan, vinkona mín að flytja heim til Íslands (alltaf gaman að fá fleirri heim) og stórt afmælisár að byrja! 

- - - - -

Read More
christmas, my home Bjorg Gunnarsdottir christmas, my home Bjorg Gunnarsdottir

Jólafríið

Jólafríið er búið að vera notalegt, fullt af góðum mat og skemmtilegum boðum. Ég á mikið af vinum sem búa í útlöndum svo jólin eru líka full af góðum endurfundum. Mér var gefið þetta fallega súkkulaði með saltflögum um daginn, fyrir mér er það fullkomin blanda.

- - - - -

Read More
christmas, fashion, my home Bjorg Gunnarsdottir christmas, fashion, my home Bjorg Gunnarsdottir

Nú meiga jólin koma ...

Síðasta laugardag hittumst við bekkjarsysturnar til að skála fyrir góðri önn sem var að ljúka. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að nú sé ég hálfnuð og aðeins tvær vikur í nýtt ár. Næsta ár verður fullt af spennandi verkefnum, annars árs sýningu í fatahönnun, nokkur stórafmæli, brúðkaup og fleirra skemmtilegt sem hægt er að hlakka til. 

- - - - -

Read More
christmas, Iceland, winter Bjorg Gunnarsdottir christmas, Iceland, winter Bjorg Gunnarsdottir

Þriðji í aðventu

akgheiðmork2.jpg

Nú styttist í jólafrí hjá mér, einn dagur til stefnu. Ég hlakka til að sjá vini mína sem búa hinum megin við hafið og hafa það huggulegt. Það er orðin hefð hjá fjölskyldu minni að velja jólatré hjá skógræktuninni og núna var farið uppá Hólmsheiði. Það var kallt og kom fallega teppið Æðarkónginn frá Vík Prjónsdóttur sér að góðum notum.

- - - - - 

Read More
winter, christmas Bjorg Gunnarsdottir winter, christmas Bjorg Gunnarsdottir

Gleðilegt 2014

Mynd: Óskar Þórðarsson

Mynd: Óskar Þórðarsson

Nýtt ár, ný markmið og spennandi tímar framundan. 

Dagur eitt gefur manni tækifæri á að byrja uppá nýtt, bæta sig og reyna svo með bestu getu að fylla út 365 auðar blaðsíðna með góðum minningum. Ég eyði venjulega fyrsta degi ársins í rólegheitum, hugsa tilbaka og set mér ný markmið. Í ár hef ég ákvað að safna saman öllu því mikilvæga og skemmtilega sem gerist á þessu fína ári í kassa. Á næstu áramótum ætla ég svo að fara í gegnum kassann og rifja upp góðar minningar.
Þetta verður gott ár, ár tölunnar 29!

- - - - -

Read More

Wells Blog

Duis mollis, est non commodo luctus, nisi erat porttitor ligula, eget lacinia odio sem nec elit. Maecenas faucibus mollis interdum. Nulla vitae elit libero, a pharetra augue.


Featured Posts