Winter in Reykjavik
Ég dýrka snjóinn, eða í svona 90% tilfellum. Dagurinn verður mun bjartari og einhvernveginn meiri ró yfir öllu. Reykjavík verður allavega súper falleg þakin snjó!
I like the snow, or at least 90% of the time. It brighten the day and everything seems so calm. It’s super beautiful in Reykjavik these days!
- - - - -
2019
Ég tók mig langa pásu hér á síðunni minni, eins og þið sjáið var síðasti pósturinn minn sumarið 2017. Ástæðan fyrir pásunni var að ég hafi mikið að gera og minni áhuga á að eyða tíma mínum hér. Ég finn fyrir smá söknuð og langar að byrja aftur að pósta hugmyndum og myndum úr daglegu lífi.
Nú hlakka ég mest til hækkandi sólar!
- - - - -
Jólin
Jólin voru heldur stutt í ár en samt sem áður náði ég að njóta stundar með fjölskyldu og vinum. Ég er búin að borða út í eitt og stefni á gott detox í janúar (eins og allir á nýju ári ;)) Vonandi áttu þið góð jól kæru vinir. Sá sem stal allri athyglinni þessi jólin var klárlega hann Orri, nýji fjölskyldu-meðlimurinn (hundurinn) ;)
- - - - -
Þriðji í aðventu
Veðrið er búið að vera fáránlega skrítið og nákvæmlega ekkert jólalegt. Þrátt fyrir næs veður þá hræðir þessi hiti mann og saknar maður þess að sjá snjóinn. Fyrir nákvæmlega ári síðan fórum við einnig að sækja okkur jólatré og var þá veðrið algjör andstæða við þetta, snjóskaflar og kuldi. Ég týndi líka Mikka í rúman mánuð sem var ekki skemmtilegur tími, en allt endaði vel og liggur hann hér mér við hlið saddur og sáttur. Hér að neðan er mynd sem ég tók 13.desember fyrir ári síðan, aðeins önnur stemmning í gangi ;)
- - - - -
Gleðilegt nýtt ár!
Ég hef góða tilfiningu fyrir árinu 2016. Árið byrjaði vel með nýrri vinnu sem ég er sjúklega spennt fyrir. Segi ykkur betur frá því seinna :) Mikki krútt er eins og skugginn minn frá því hann kom aftur heim, hefur engan áhuga að fara út og vill bara knús allan daginn. Þessi svipur er svo krúttlegur ... þetta er svipurinn sem hann setur upp rétt fyrir stökk :)
- - - - -
Winter Wonder
Það var mjög endurnærandi að komast uppí sveit um Páskana. Umhverfið í kringum bústaðinn var allt hvítt, ósnert og fallegt. Bróðir minn er mikill kokkur og eldaði hann fyrir okkur Coq au vin (hægeldaður kjúlli í rauðvíni) sem ég var að smakka í fyrsta skipti og bragðaðist mjög vel, ummm.
Hafið það gott þessa síðustu daga Páskafrísins.
- - - - -
Þriðji í aðventu
Nú styttist í jólafrí hjá mér, einn dagur til stefnu. Ég hlakka til að sjá vini mína sem búa hinum megin við hafið og hafa það huggulegt. Það er orðin hefð hjá fjölskyldu minni að velja jólatré hjá skógræktuninni og núna var farið uppá Hólmsheiði. Það var kallt og kom fallega teppið Æðarkónginn frá Vík Prjónsdóttur sér að góðum notum.
- - - - -
Annar í aðventu
Ég er búin að vera mjög upptekin og hef því ekki getað bloggað síðustu vikurnar. Það er líka erfitt að ná góðum myndum á þessum tíma ársins, þar sem birtan er eingöngu í nokkra tíma á dag. Ég var að klára frábæran kúrs í skólanum þar sem ég fékk að læra á prentverkstæðið, blanda liti og prenta munstrið mitt á efni. Ég gerði silkislæður og nokkra dúka, sem hafa vakið athygli og er ég nú þegar komin með nokkrar pantanir. Ég ætla reyna komast í það að prenta nokkra fyrir jólin svo ef þið hafið áhuga á skemmtilegum dúk með monstera plöntunni eða kálhausaprentinu mínu þá endilega hafið samband hér!
- - - - -
Wells Blog
Duis mollis, est non commodo luctus, nisi erat porttitor ligula, eget lacinia odio sem nec elit. Maecenas faucibus mollis interdum. Nulla vitae elit libero, a pharetra augue.