Annar í aðventu
Ég er búin að vera mjög upptekin og hef því ekki getað bloggað síðustu vikurnar. Það er líka erfitt að ná góðum myndum á þessum tíma ársins, þar sem birtan er eingöngu í nokkra tíma á dag. Ég var að klára frábæran kúrs í skólanum þar sem ég fékk að læra á prentverkstæðið, blanda liti og prenta munstrið mitt á efni. Ég gerði silkislæður og nokkra dúka, sem hafa vakið athygli og er ég nú þegar komin með nokkrar pantanir. Ég ætla reyna komast í það að prenta nokkra fyrir jólin svo ef þið hafið áhuga á skemmtilegum dúk með monstera plöntunni eða kálhausaprentinu mínu þá endilega hafið samband hér!
- - - - -