Gróðurhúsið í Hveragerði
Fyrir nokkrum vikum fór ég ásamt systur minni að mynda í gróðurhúsinu í Hveragerði. Þetta er einstaklega fallegt gróðurhús, með veðruðum veggjum og allskonar tegundum af plöntum, blómum og ávaxtatrjám. Systir mín var að taka myndir fyrir lokaverkefni sitt úr Grafík í Listaháskólanum, þar sem hún fjallaði um íslenskt kaffi sem er ræktað í gróðurhúsinu.
- - - - -
Sunnudags
Það eru forréttindi að hafa möguleika á að ferðast og skoða fallegar borgir og er ég mjög þakklát fyrir allar þær ferðir sem ég hef farið í á þessu ári, en alltaf finnst mér samt best að koma aftur heim í mitt :)
Hafið það gott á þessum kalda sunnudegi! Mikki liggur hér slakar á sófanum í þessarri krúttlegu stellingu (mynd 1), það er greinilega mikill sunnudagur í kisa.
- - - - -
Kál í bæinn
Stundum vildi ég óska þess að ég byggi í sveitinni og ræktaði allt mitt sjálf. Það er svo nærandi að komast í burtu frá bænum, þótt það sé ekki nema í einn dag. Ég mæli með Flúðum!
Sometimes I wished I lived in the countryside, where I could grow my own food. It is very nutritious to get away from the city, even though it is only for a day. I can recommend Flúðir for everyone to visit!
- - - - -
Flúðir
Það er æðisslegt að fara á Flúðir, þar rétt fyrir utan er elsta laug landsins Gamla laugin eða Secret Lagoon eins og hún er kölluð og fullt af fallegum garðhúsum stútfullum af grænmeti. Einnig er sjálfsafgreiðsla þar sem hægt er að næla sér í ljúfenga tómata og grænt með í bæinn. Það er alls ekki langt að fara eða um 1 & 1/2 tími í þessa náttúruperlu.
Yesterday I went to Flúðir, only 1 1/2 hours away from Reykjavík. There you can find the oldest pool in Iceland, called Secret Lagoon as well as many glasshouses filled with vegetables. There is also a self-served glasshouse where you can find good greens to buy. I really like this place!
- - - - -
Winter Wonder
Það var mjög endurnærandi að komast uppí sveit um Páskana. Umhverfið í kringum bústaðinn var allt hvítt, ósnert og fallegt. Bróðir minn er mikill kokkur og eldaði hann fyrir okkur Coq au vin (hægeldaður kjúlli í rauðvíni) sem ég var að smakka í fyrsta skipti og bragðaðist mjög vel, ummm.
Hafið það gott þessa síðustu daga Páskafrísins.
- - - - -
Þriðji í aðventu
Nú styttist í jólafrí hjá mér, einn dagur til stefnu. Ég hlakka til að sjá vini mína sem búa hinum megin við hafið og hafa það huggulegt. Það er orðin hefð hjá fjölskyldu minni að velja jólatré hjá skógræktuninni og núna var farið uppá Hólmsheiði. Það var kallt og kom fallega teppið Æðarkónginn frá Vík Prjónsdóttur sér að góðum notum.
- - - - -
Það hefur verið mikið að gera hjá mér í skóla og vinnu og því hef ég ekki náð að vera nógu dugleg að taka myndir. Þessi tími ársins er svo fallegur, sólin lágt á lofti og laufin farin að fá haustlitinn. Hafiði tekið eftir því hvað það er mikið af flugvélum sem lenda á hverjum degi á Reykjavíkurvelli!
I have been crazy busy these last days, doing school projects and work. I wish I could spend more time just taking photos ... I think this time of the year is very pretty, I just really love these autumn colors.
- - - - -
Finding colors
Það er hægt að finna svo marga fallega liti í íslenskri náttúru.
You can find so many nice colors in Icelandic nature.
- - - - -
Monday Monday
volcano photo: Jarðvísindastofnun
Helgin var góð, ég hafði það huggulegt inni með vinkonum á meðan veðurguðinn lét heyra í sér. Eldgosið hófst aftur og eru myndirnar af því svo fallegar að ég varð að deila einni hér að ofan.
The weekend was good even though the weather was crazy. The volcanic eruption started again in Bárðabunga and the pictures they capture are so beautiful I just had to share one with you!
- - - - -
It feels like autumn
Haustlitirnir eru farnir að láta sjá sig, fuglarnir að stefna suður í átt að heitari loftslagi og myrkvið að breiða úr sér. Þrátt fyrir það ... þá er voða gott að vera byrjuð aftur í skólanum. Þetta tréhús fundum við inní skógi í Þjórsárdal um helgina, frekar skemmtilegt.
Colors of autumn is already here, birds heading south to warmer climates and its starting to eclipse pretty fast. Despite all that ... its very good to be back in school.
- - - - -
Icelandic horse
Ég notaði síðustu frídaga mína áður en skólinn byrjar á fullt og skrapp í sveitarsæluna í Þjórsárdal. Borgarbarnið ég naut þess í botn að komast í náið samband við dýrin og hittum við þessa gæfu hesta á bóndabæ rétt hjá bústaðnum.
- - - - -
Mosfellsdalur
Við systurnar kíktum á grænmetis markað í Dalsgarði í Mosfellsdal á laugardaginn. Þar er hægt að kaupa beint frá bónda ferskt grænt, blómabúnt, safa og fleira sniðugt. Mosfellsbær er að vinna í að breyta ímynd sinni á bænum úr „skyndibitabæ“ í hollustubæ. Mér líst sjúklega vel á það, enda leynist þar margt skemmtilegt sem er gaman fyrir okkur borgarbörnin að kíkja á. Myndirnar hér að ofan eru af markaðinum í Dalsgarði og í „húsdýragarðinn“ á Hraðastöðum.
Mosfellsbær is trying to change their image from being called the town of fast-food into the healthy town. Which fits them much better because there are a lot of breeding farms where you can go and by greens, flowers and meats directly from the farmer. There is also a small farm that allows you to visit all the cute farm animals. This is just 15 minutes from the capital of Reykjavík.
- - - - -
August Sunset
Ágúst er svo fallegur mánuður, himinninn glóir og miklar andstæður eru í lofti sem gaman er að taka myndir af. Ég náði líka góðri mynd af súper tunglinu sem var á mánudaginn. Rosalega var það fallegt. Set inn mynd af því á morgun. Annars hef ég verið að taka að mér ýmis verkefni síðustu daga, set nokkrar myndir af því hér inn seinna í vikunni.
August is so beautiful here in Iceland, the evening sun burns the sky with nice colors. If I would recommend some time to visit Iceland, I think August would be the best time. I have been doing some fun projects that I'm looking forward to show you here on the blog, hopefully I will do so later this week.
- - - - -
Monday!
Vinkona mín á þetta fallega heimili á myndunum hér að ofan. Hillurnar hennar eru fullar af fallegum hlutum sem hún hefur safnað að sér í gegnum tíðina. Skemmtilegi púðinn með íslenska fánanum prjónaði amma hennar handa henni og fallega teppið á sófanum er frá Vík Prjónsdóttur.
My friend lives in this beautiful apartment. She is a collector of nice things and I really likes how she arrange them. Her Icelandic pillow is so nice, made by her grandmother and this beautiful blanket is made by Vík Prjónsdóttur.
- - - - -
Wells Blog
Duis mollis, est non commodo luctus, nisi erat porttitor ligula, eget lacinia odio sem nec elit. Maecenas faucibus mollis interdum. Nulla vitae elit libero, a pharetra augue.