Gleðilegt nýtt ár!
Ég er búin að vera mjög löt að pósta hér inn. Ég fékk í raun mjög lítið jólafrí og gráir dagar eru ekki beint myndvænir. Þrátt fyrir allt það þá hef ég haft það mjög gott og byrjaði ég janúar með heilsuátaki og jákvæðum huga. Ég hef það á tilfiningunni að 2017 verður gott ár!
I have been lazy posting on my blog. I almost got no vacation this christmas and these grey days of January aren't quite "photogenic". Despite all that I have had a great start of the year, being very healthy and thinking positive. I have a good feeling that 2017 will be a great year!
- - - - -
Mosfellsdalur
Við systurnar kíktum á grænmetis markað í Dalsgarði í Mosfellsdal á laugardaginn. Þar er hægt að kaupa beint frá bónda ferskt grænt, blómabúnt, safa og fleira sniðugt. Mosfellsbær er að vinna í að breyta ímynd sinni á bænum úr „skyndibitabæ“ í hollustubæ. Mér líst sjúklega vel á það, enda leynist þar margt skemmtilegt sem er gaman fyrir okkur borgarbörnin að kíkja á. Myndirnar hér að ofan eru af markaðinum í Dalsgarði og í „húsdýragarðinn“ á Hraðastöðum.
Mosfellsbær is trying to change their image from being called the town of fast-food into the healthy town. Which fits them much better because there are a lot of breeding farms where you can go and by greens, flowers and meats directly from the farmer. There is also a small farm that allows you to visit all the cute farm animals. This is just 15 minutes from the capital of Reykjavík.
- - - - -
Stand UP!
Hafiði einhverntíman velt því fyrir ykkur hversu marga tíma á dag þið eyðið sitjandi? 8, 10, 12 ...
Eitt af aðal heilsufarsvandamálum fólks hér í vestræna heimi má oft tengja til of mikillar setu. Líkaminn er ekki skapaður til að sitja kyrr og hefur þróunin sem fylgt hefur tölvunum haft vond áhrif á okkur mannfólkið. Sumir segja að of mikil dagleg seta sé jafn hættuleg og reykingar ... ég veit nú ekki hvort það sé satt en ég get verið sammála því að hinir og þessir verkir fylgja oft margra klukkutíma setu. Fólk er hvatt til að hreyfa sig í 15 mín á hverjum klukkutíma, taka stigan í stað lyftunnar og jafnvel standa upp til að taka símtöl. Fyrir áhugasama þá eru hér nokkrar greinar sem er áhugavert að lesa um þessi mál; TIME, US.NEWS, CBS NEW YORK, HUFFINGTON POST, ABC NEWS , Lýðheilsustöð og hér má finna æfingar fyrir fólk sem situr mikið yfir daginn; Láttu þér líða vel, Landlæknir, Styrktaræfingar
Hugsum um heilsuna og verum meðvituð um líkama okkar á meðan hann er enn ungur og hraustur. :)
- - - - -
Wells Blog
Duis mollis, est non commodo luctus, nisi erat porttitor ligula, eget lacinia odio sem nec elit. Maecenas faucibus mollis interdum. Nulla vitae elit libero, a pharetra augue.