Stand UP!

dagleg_seta.jpg

Hafiði einhverntíman velt því fyrir ykkur hversu marga tíma á dag þið eyðið sitjandi? 8, 10, 12 ...

Eitt af aðal heilsufarsvandamálum fólks hér í vestræna heimi má oft tengja til of mikillar setu. Líkaminn er ekki skapaður til að sitja kyrr og hefur þróunin sem fylgt hefur tölvunum haft vond áhrif á okkur mannfólkið. Sumir segja að of mikil dagleg seta sé jafn hættuleg og reykingar ... ég veit nú ekki hvort það sé satt en ég get verið sammála því að hinir og þessir verkir fylgja oft margra klukkutíma setu. Fólk er hvatt til að hreyfa sig í 15 mín á hverjum klukkutíma, taka stigan í stað lyftunnar og jafnvel standa upp til að taka símtöl. Fyrir áhugasama þá eru hér nokkrar greinar sem er áhugavert að lesa um þessi mál; TIME, US.NEWS, CBS NEW YORK, HUFFINGTON POST, ABC NEWS , Lýðheilsustöð og hér má finna æfingar fyrir fólk sem situr mikið yfir daginn; Láttu þér líða vel, Landlæknir, Styrktaræfingar

Hugsum um heilsuna og verum meðvituð um líkama okkar á meðan hann er enn ungur og hraustur. :)

- - - - -

Previous
Previous

Huggulegt í rigningunni

Next
Next

My Kitchen: Pistachio Ice cream