Sunnudags
Ég er með áráttu að tína laufblöð sem mér þykir falleg. Ég set þau svo í skissubókina mína sem ég hef alltaf með mér og í gær ákvað ég að tæma hana, þau voru farin að detta úr í hvert skipti sem ég tók hana uppúr töskunni. Ég er ekki með neinn sérstakan tilgang í þessu öllu saman en það er eitthvað við það að finna fallegan litatón og þurka þau svo þau haldist falleg.
- - - - -
Autumn love
Rok síðustu daga er gjörsamlega að afklæða öll tré borgarinnar. Uppáhalds árstíðin mín með allri sinni litardýrð er fljót að fara.
- - - - -
Welcome Autumn
Haustið er uppáhalds árstíðin mín, litríku laufin lifa samt allt of stutt, en ég elska að taka þau með mér inn og skreyta heimilið. Morgunsólin er líka einstaklega falleg þessa dagana og þykku peysurnar og treflarnir komnir efst í skúffuna.
- - - - -
Sunnudags
Það eru forréttindi að hafa möguleika á að ferðast og skoða fallegar borgir og er ég mjög þakklát fyrir allar þær ferðir sem ég hef farið í á þessu ári, en alltaf finnst mér samt best að koma aftur heim í mitt :)
Hafið það gott á þessum kalda sunnudegi! Mikki liggur hér slakar á sófanum í þessarri krúttlegu stellingu (mynd 1), það er greinilega mikill sunnudagur í kisa.
- - - - -
Tallinn
Tallinn höfuðborg Eistlands er æðissleg borg, gamli bærinn er elsta höfuðborg Evrópu og standa mörg hús óhreifð allt frá því um 1800. Göturnar eru litlar, litríkar og fallegar og gæti ég vel trúað að það væri æðisslegt að heimsækja borgina á sumrin. Einnig er borgin ódýr og stutt að fara til nálægra landa með ferju eða bíl. Ég get svo sannalega mælt með að heimsækja Tallinn.
- - - - -
Weekend!
Skissubókin mín er að fyllast af þurrum haust laufum, ég hef ekki hugmynd hvað ég ætla að gera við þau, kannski enda þau í rustlinu, en mér finnst þau bara svo falleg. Ég fór með góðum vinkonum á Kaffihús Vesturbæjar, sem er í fimm mínútna göngu frá húsinu mínu, algjör snilld og mæli ég með þeim stað. Helgin endaði svo með því að ég seldi eina af silkiprentuðu myndunum mínum af Reykjavík, gaman gaman! :)
- - - - -
Lately
1. Ég gerði mér "loksins" ferð í Bauhaus og keypti mér eitt stykki pottablóm sem gleður nú stofu mína með fersku lofti - 2. Camel á Camel finnst mér fallegt - Verndarhendur frá Vík Prjónsdóttir - 3. Fallega stofan hennar Berglindar systur, gott að fá hana í hverfið. - 4. Ég og vinkona mín sem býr í Köben stundum það að senda hvor annarri bréf, það er svo skemmtileg stund að sitja og lesa handskrifuð bréf. Ég gróf upp gamlan blekpenna og sendi henni eitt „gamaldags“ bréf. - 5. Ég er loksins að sauma á sjálfan mig, í þetta skipti kápu fyrir veturinn. Hér sést Júlíana vinkona mín brillera í sníðagerð. - 6. Íslenskt haustveður = RIGNING OG GRÁTT! Á myndinni sést lítið eins árs krútt kíkja upp úr vagninum.
- - - - -
Það hefur verið mikið að gera hjá mér í skóla og vinnu og því hef ég ekki náð að vera nógu dugleg að taka myndir. Þessi tími ársins er svo fallegur, sólin lágt á lofti og laufin farin að fá haustlitinn. Hafiði tekið eftir því hvað það er mikið af flugvélum sem lenda á hverjum degi á Reykjavíkurvelli!
I have been crazy busy these last days, doing school projects and work. I wish I could spend more time just taking photos ... I think this time of the year is very pretty, I just really love these autumn colors.
- - - - -
It feels like autumn
Haustlitirnir eru farnir að láta sjá sig, fuglarnir að stefna suður í átt að heitari loftslagi og myrkvið að breiða úr sér. Þrátt fyrir það ... þá er voða gott að vera byrjuð aftur í skólanum. Þetta tréhús fundum við inní skógi í Þjórsárdal um helgina, frekar skemmtilegt.
Colors of autumn is already here, birds heading south to warmer climates and its starting to eclipse pretty fast. Despite all that ... its very good to be back in school.
- - - - -
Síðustu haust litirnir
Mér finnst haustið fallegasta árstíðin. Það lifir samt allt of stutt hér heima, því oftast kemur rok og rigning og rauðu laufin farin á nokkrum dögum.
The last colors of the autumn. It goes really fast in Iceland, so I'm going to enjoy it while it last.
- - - - -
Wells Blog
Duis mollis, est non commodo luctus, nisi erat porttitor ligula, eget lacinia odio sem nec elit. Maecenas faucibus mollis interdum. Nulla vitae elit libero, a pharetra augue.