Sunnudags

Ég er með áráttu að tína laufblöð sem mér þykir falleg. Ég set þau svo í skissubókina mína sem ég hef alltaf með mér og í gær ákvað ég að tæma hana, þau voru farin að detta úr í hvert skipti sem ég tók hana uppúr töskunni. Ég er ekki með neinn sérstakan tilgang í þessu öllu saman en það er eitthvað við það að finna fallegan litatón og þurka þau svo þau haldist falleg. 

- - - - -

Previous
Previous

Inspiration: Apríl

Next
Next

Mánudagur