Mánudagur
Ég hef ekki verið dugleg að pósta hér inn ... ég vinn allan daginn við tölvu og fékk eiginlega bara ógeð að vera í tölvunni. Ég hef ekki tekið upp tölvuna eftir vinnu í heilan mánuð, svona nánast, og er það búið að vera góð tilbreyting. Mér líður reyndar aldrei eins og það sé eitthvað sem ég þarf að gera, (að pósta hér inn) ... en þessi síða hefur gefið mér svo margt og hvatt mig til að æfa mig og læra hluti sem ég hefði líklega ekki verið búin að gera á þessum tímapunkti, svo ég er ekki enn hætt. Síðustu vikurnar er ég búin að vera gjörsamlega HÚKKT á Podcasti sem heitir Here's the thing með Alic Baldwin. Hann er snilldar spyrill og fær til sín allskonar listamenn og athafnarfólk á borð við Paul Simon (Simon & Garfunkel), Sarah Jessica Parker (SATC), Grace Coddington (Vogue), Patti Smith, Lena Dunham (Girls), Jimmy Fallon ... í mjög skemmtileg viðtöl. Mæli með þessu snilldar Podcasti!
- - - - -