Þriðji í aðventu

Veðrið er búið að vera fáránlega skrítið og nákvæmlega ekkert jólalegt. Þrátt fyrir næs veður þá hræðir þessi hiti mann og saknar maður þess að sjá snjóinn. Fyrir nákvæmlega ári síðan fórum við einnig að sækja okkur jólatré og var þá veðrið algjör andstæða við þetta, snjóskaflar og kuldi. Ég týndi líka Mikka í rúman mánuð sem var ekki skemmtilegur tími, en allt endaði vel og liggur hann hér mér við hlið saddur og sáttur. Hér að neðan er mynd sem ég tók 13.desember fyrir ári síðan, aðeins önnur stemmning í gangi ;)

jolin2015

- - - - -

Previous
Previous

Jólin

Next
Next

Annar í aðventu