Gleðileg Jól

Það ríkir mikil hamingja hér á bæ, Mikki er kominn heim eftir þriggja og hálfs vikna ævintýri! Ég fékk ábendingu í fyrradag að hann hafi sést úti á Seltjarnarnesi, svo ég ásamt góðu fólki fórum að leita í marga klukkutíma án árangurs. Á Þorláksmessu fékk ég svo hringingu að hann hafði sést á Vesturströnd svo ég brunaði þangað í flýti. Þar gekk ég í stutta stund þegar Mikki heyrði kallið í mér, sá mig og kom hlaupandi í fangið á mér. Litla skottið þekkti mig! Ég var svo hrædd um það að hann mundi kannski ekki þekkja mig eftir allan þennan tíma eða jafnvel ekki vilja koma til mín, en svo var sem betur fer ekki. Þetta var svo æðissleg tilfining og knúsið sem ég fékk frá honum var yndisslegt. Nú liggur hann saddur og sáttur við hlið mér og malar af gleði. Þetta er klárlega besta jólagjöfin!

Takk allir fyrir að deila og hjálpa mér við leitina af Mikka, máttur facebook er svo sannalega sterkur! 

Gleðileg jól <3

- - - - -

Previous
Previous

Jólin 2015

Next
Next

Myrkar hliðar hinnar hröðu tísku