On my mind...
Þessa dagana þrái ég ekkert meira en að komast út úr bænum, í villta náttúru, rólegra umhverfi, endurnærast og ná tengslum við móðir jörð. Við lifum í hröðu samfélagi þar sem allt á að gerast hratt og hefur mér fundist erfitt að slaka almennilega á. Á morgun klára ég tveggja vikna kúrs um Sustainability/Sjálfbærni og eftir að hafa hlustað á marga fyrirlestra og tekið þátt í umræðum um jörðina okkar hefur mér liðið ekkert allt of vel. Ég mundi segja að ég sé frekar umhverfisvæn, ég flokka ruslið mitt (samt ekki nógu mikið), þvæ fötin mín sjaldan og reyni að vera meðvituð um innkaup og nýtingu. Alltaf má maður þó gera betur og hef ég ákveðið að taka mig á í ýmsum efnum. Ég mæli með því að allir takið þetta próf: greencred þessi síða reiknar út hversu margar jarðir þarf til að halda þér uppi.
- - - - -