sustainable Bjorg Gunnarsdottir sustainable Bjorg Gunnarsdottir

Myrkar hliðar hinnar hröðu tísku

Það hefur mikið breyst síðustu tvo áratugi í fataiðnaðinum. Flíkur sem áður komu í verslanir tvisvar á ári koma nú vikulega. Hraðinn er oðrinn gígantískur og þykir það vera lífsgæði að geta keypt sér flíkur við hvert tækifæri. Á hverju ári eru um það bil 80 milljarðar eintaka af fatnaði framleidd um allan heim. Ef þessum flíkum væri skipt jafnt á milli allra íbúa jarðarinnar fengi hvert mannsbarn um ellefu flíkur á ári. En við vitum það vel að þessum fatnaði er ekki skipt jafnt á milli allra, það eru Vestrænu þjóðirnar sem eru helstu neytendurnir.

Vegna hnattvæðingunnar höfum við misst tengsl okkar við framleiðsluþátt fatnaðarins. Stórar tískukeðjur á borð við H&M, Zara, Forever 21 og Primark fluttu framleiðslu sína til svæða utan Vesturlanda þar sem vinnuafl er ódýrara og gátu þar með lækkað vöruverð, aukið veltu og ágóða af sölu hverrar flíkur. Þessi nýja stefna í viðskiptum hefur oft verið kölluð „fast fashion“  þar sem hún snýst aðallega um að selja meira magn á ódýrara verði og græða því mun meira. Við erum orðin vön að sjá ódýran verðmiða á flíkum í verslunum sem þessum og vegna þess höfum við misst kunnáttu okkar að vita hvað er í raun og veru raunhæft verð. Fólk hefur gleymt því hversu mikil vinna er á bakvið hverja flík (hugmyndavinna, sníðagerð, litun, samansaumur, straujun, flutningur og svo að sjálfsögðu auglýsing og sala).

Í BA ritgerð minni skrifaði ég um myrkar hliðar hinnar hröðu tísku, þetta málefni hefur verið mér mikilvægt síðustu árin og langaði mér að fjalla aðeins um það hér á síðunni minni. Mér finnst það vanti að upplýsa fólk betur um stöðu mála í tískuheiminum, við þurfum að verða meðvitaðari um allar þær afleiðingar sem þessi iðnaður hefur á jörðina okkar. Fataiðnaðurinn er einn af mest mengaðasta bransanum í heiminum. Fyrir utan mengunina er mikið um þrælkun, léleg vinnuskilirði og bág kjör starfsmanna. Verum vakandi og reynum að gera okkar best að velja rétt.

- - - - -

Read More
sustainable Bjorg Gunnarsdottir sustainable Bjorg Gunnarsdottir

On my mind...

photo via:  1  2  3 

Þessa dagana þrái ég ekkert meira en að komast út úr bænum, í villta náttúru, rólegra umhverfi, endurnærast og ná tengslum við móðir jörð. Við lifum í hröðu samfélagi þar sem allt á að gerast hratt og hefur mér fundist erfitt að slaka almennilega á. Á morgun klára ég tveggja vikna kúrs um Sustainability/Sjálfbærni og eftir að hafa hlustað á marga fyrirlestra og tekið þátt í umræðum um jörðina okkar hefur mér liðið ekkert allt of vel. Ég mundi segja að ég sé frekar umhverfisvæn, ég flokka ruslið mitt (samt ekki nógu mikið), þvæ fötin mín sjaldan og reyni að vera meðvituð um innkaup og nýtingu. Alltaf má maður þó gera betur og hef ég ákveðið að taka mig á í ýmsum efnum. Ég mæli með því að allir takið þetta próf: greencred þessi síða reiknar út hversu margar jarðir þarf til að halda þér uppi. 

- - - - -

Read More

Wells Blog

Duis mollis, est non commodo luctus, nisi erat porttitor ligula, eget lacinia odio sem nec elit. Maecenas faucibus mollis interdum. Nulla vitae elit libero, a pharetra augue.


Featured Posts