Nú meiga jólin koma ...
Síðasta laugardag hittumst við bekkjarsysturnar til að skála fyrir góðri önn sem var að ljúka. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að nú sé ég hálfnuð og aðeins tvær vikur í nýtt ár. Næsta ár verður fullt af spennandi verkefnum, annars árs sýningu í fatahönnun, nokkur stórafmæli, brúðkaup og fleirra skemmtilegt sem hægt er að hlakka til.
- - - - -
Þriðji í aðventu
Nú styttist í jólafrí hjá mér, einn dagur til stefnu. Ég hlakka til að sjá vini mína sem búa hinum megin við hafið og hafa það huggulegt. Það er orðin hefð hjá fjölskyldu minni að velja jólatré hjá skógræktuninni og núna var farið uppá Hólmsheiði. Það var kallt og kom fallega teppið Æðarkónginn frá Vík Prjónsdóttur sér að góðum notum.
- - - - -
Annar í aðventu
Ég er búin að vera mjög upptekin og hef því ekki getað bloggað síðustu vikurnar. Það er líka erfitt að ná góðum myndum á þessum tíma ársins, þar sem birtan er eingöngu í nokkra tíma á dag. Ég var að klára frábæran kúrs í skólanum þar sem ég fékk að læra á prentverkstæðið, blanda liti og prenta munstrið mitt á efni. Ég gerði silkislæður og nokkra dúka, sem hafa vakið athygli og er ég nú þegar komin með nokkrar pantanir. Ég ætla reyna komast í það að prenta nokkra fyrir jólin svo ef þið hafið áhuga á skemmtilegum dúk með monstera plöntunni eða kálhausaprentinu mínu þá endilega hafið samband hér!
- - - - -
Pattern Design
Ég var að klára kúrs í munsturgerð þar sem minn aðal innblástur og litaval var fenginn úr grænmeti. Ég var aðallega að skoða grænkál, rauðkál, eggaldinn og þirstilhjörtu. Þetta var mjög skemmtilegt ferli og væri gaman að taka þessa hugmynd ennþá lengra. Næstu þrjár vikurnar verð ég svo á prentverkstæði skólans að prenta munstrið mitt á mismunandi efni. Það verður gaman að sjá hvernig það kemur út.
I just finished course in pattern designing. I choice to work with vegetables and I also got my colors from the same concept. This was a fun project and I would really like to take this idea further. The next three weeks I will be working at the print workshop in school making these print in various fabrics. I'm looking forward to see how it turns out.
- - - - -
Friday!
Ég gerði mér ferð í Ikea í dag og keyrði á hinn enda bæjarins. Jólin voru að sjálfsögðu komin í Ikea og á leiðinni upp eftir spilaði Létt 96,7 jólalög ... fannst það heldur snemmt. Mér fannst jóladótið heldur slakara hjá Ikea í ár, en var mjög glöð að sjá fallega stóra köngla til sölu.
- - - - -
Orange sofa!
Ég hef verið lengi að hugsa um að losa mig við þennan fallega retró sófa. Ástæðan er sú að ég er með annan sófa í stofunni sem ég tengi sterkar minningar við og þessi er staðsettur í ganginum hjá mér. Það er líka einstaklega þægilegt að henda dóti á hann og oftast er hann ekki svona fínn eins og í dag. Ég held að ef hann væri ekki til staðar þá mun ég frekar ganga frá hlutunum (eða hvað?). Ég á samt svo erfitt með að sleppa honum þar sem hann lífgar uppá rýmið. Hvað segið þið, halda eða selja?
I have been thinking about selling this sofa, because I already have another one in my living room. This one is in the hall and I usually throw everything on it when I arrive home, so I think that if he isn't there I would rather put things in right places (or will I?). I just really like the retro look and the color. What do you think I should do?
- - - - -
Lately
Það er orðið svo skuggalega kalt þessa dagana, ég bý í ullar selnum mínum frá Vík Prjónsdóttir, hann er algjör lifesaver! Himininn er svo fallegur þessa dagana, bleikur á morgnanna og svo má sjá glitta í græn-bláu norðurljósin á kvöldin, svo fallegt!
It's really cold here in ICEland these days and the day is getting shorter and shorter. I like the sky these days, because of all the colors ... it's been pink early in the morning and blue green northern lights in the evening, just beautiful!
1. Northern lights, so beautiful! - 2. Family and coffee, good combination - 3. School project that I was doing, these pictures are inspired from great artist Elizabeth Peyton - 4. Me and my favorite - Sealpelt from Vík Prjónsdóttir - 5. I did this paper art last year in school, the sewing machine used to be my great-grandmothers - 6. Reykjavík really early in the morning - Just beautiful!
- - - - -
Friday Mix No.1
Living with lion. I think I will need to see this movie Roar.
I remember these fashion trends from the 90's! - Miss Moss did a fun blog about fun fashion moments.
- - - - -
Henri Matisse
Ég hef gaman af verkum eftir listamanninn Henri Matisse. Það sem heillar mig við myndirnar hans er litarvalið og hversu „barnalegar“ þær eru. Hann vinnur mikið með kvennlíkaman og má einnig oft sjá plöntuform í myndunum hans. Mér finnst myndin af honum hér að ofan eitthvað svo skemmtileg, þar sem hann er að mála í mjög afslappaðri stellingu með löngum pensli. Þessa dagana er ég að vinna að lokaverkefni í tískuteikningu, ég á að finna minn persónulega stíl og skila myndaþætti. Ég er svoldið spennt fyrir þessu verkefni.
Þið getið skoðað fleirri myndir eftir Henri Matisse hér!
(neðsta myndin er gallerí, svo þið getið klikkað á hana til að skoða fleirri myndir)
- - - - -
Thursday
Tíminn líður allt of hratt og aðeins tveir mánuðir til jóla.. búðirnar eru byrjaðar að auglýsa jólavörurnar (mér finnst það allt of snemmt) og fyrsti snjórinn lét sjá sig um daginn. Ég er svo ánægð með orcid blómið mitt, það hættir ekki að blómstra nýjum blómum og hefur haldist svona síðan um miðjan júní. Ég var að byrja í munsturgerð í skólanum og í lok nóvember mun ég búa til svokallað síprent á efni. Ég er frekar spennt fyrir því :)
- - - - -
Lernert & Sander
Listamennirnir Lernert & Sander fóru í samstarf við stór tískuhönnunarfyrirtæki á borð við Chloé, Prada, Jil Sanders og Celine til að minnka magnið af þeim vörum sem fara til spillis og bjóða uppá möguleika til að endurnýta garnið. Mér finnst þetta snilldar hugmynd og vær alls ekki vittlaust að skoða þennan möguleika hér heima. Verum umhverfisvæn og endurnýtum!!
- - - - -
Old things
Ég dáist af fallegu handverki og hef gaman af því að safna að mér gömlum hlutum sem minna mig á fyrri tíma. Afi minn var mjög flínkur í höndunum og skar mikið út í við, eins og þennan penna. Gömlu peningarnir var mér gefið fyrir mörgum árum, mér finnst þeir svo fallegir. Það er svo skemmtilegt að sjá hvað deux francs er lítill og ferhyrndur seðill.
I really like old pieces of craftsmanship, I collect them and they remind me of old times. My grandfather was really good with his hands and he used to whittle and made a lot of nice things out of wood, like this pen. I got these old money as a gift many years ago, I really like them. My favorite one is deux francs because of how small and square it is.
- - - - -
Weekend!
Skissubókin mín er að fyllast af þurrum haust laufum, ég hef ekki hugmynd hvað ég ætla að gera við þau, kannski enda þau í rustlinu, en mér finnst þau bara svo falleg. Ég fór með góðum vinkonum á Kaffihús Vesturbæjar, sem er í fimm mínútna göngu frá húsinu mínu, algjör snilld og mæli ég með þeim stað. Helgin endaði svo með því að ég seldi eina af silkiprentuðu myndunum mínum af Reykjavík, gaman gaman! :)
- - - - -
Wells Blog
Duis mollis, est non commodo luctus, nisi erat porttitor ligula, eget lacinia odio sem nec elit. Maecenas faucibus mollis interdum. Nulla vitae elit libero, a pharetra augue.