Thursday
Tíminn líður allt of hratt og aðeins tveir mánuðir til jóla.. búðirnar eru byrjaðar að auglýsa jólavörurnar (mér finnst það allt of snemmt) og fyrsti snjórinn lét sjá sig um daginn. Ég er svo ánægð með orcid blómið mitt, það hættir ekki að blómstra nýjum blómum og hefur haldist svona síðan um miðjan júní. Ég var að byrja í munsturgerð í skólanum og í lok nóvember mun ég búa til svokallað síprent á efni. Ég er frekar spennt fyrir því :)
- - - - -