Indian Theatre
photo via: Haubitz+Zoche
Haubitz + Zoche tóku þessar skemmtilegu myndir af kvikmyndahúsum í Suður Indlandi. Kvikmyndahúsin hafa fengið að halda sínu upprunalega útliti, en voru þau reist á tímum Art Deco á árunum 1930-1970.
Haubitz + Zoche photographed these movie theaters in south India. These theaters have been left in their original state, which are from the 1930-1970. You can clearly see the style of Art Deco in these buildings.
- - - - -
Wednesday
Ég hef verið að safna stökum kaffibollum síðustu árin og bættist einn við safnið í dag. Þetta eru aldrei skipurlögð kaup sem gerir þetta svo miklu skemmtilegra. Ég keypti þennan bolla í gær og voru einnig til sölu fallegir bláir bollar úr mávastellinu, það minnir mig alltaf á ömmu. Það verður gaman þegar ég eignast minn mávabolla og copenhagen royal er líka á lista.
- - - - -
Sunnudagskaffi
Better Homes and Gardens new Cook Book, er gömul uppskriftabók frá ömmu minni. Fyrir nokkrum árum var verið að fara yfir gamalt dót og ákvað ég að hirða bókina því mér fannst hún svo falleg. Ég komst svo að því að þessi bók er líka algjör snilld, mjög hnitmiðuð og auðvelt að fletta upp. Ég fékk góðar vinkonur í sunnudagskaffi til að smakka fyrstu bökuna úr bókinni.
- - - - -
Lately
1. Ég gerði mér "loksins" ferð í Bauhaus og keypti mér eitt stykki pottablóm sem gleður nú stofu mína með fersku lofti - 2. Camel á Camel finnst mér fallegt - Verndarhendur frá Vík Prjónsdóttir - 3. Fallega stofan hennar Berglindar systur, gott að fá hana í hverfið. - 4. Ég og vinkona mín sem býr í Köben stundum það að senda hvor annarri bréf, það er svo skemmtileg stund að sitja og lesa handskrifuð bréf. Ég gróf upp gamlan blekpenna og sendi henni eitt „gamaldags“ bréf. - 5. Ég er loksins að sauma á sjálfan mig, í þetta skipti kápu fyrir veturinn. Hér sést Júlíana vinkona mín brillera í sníðagerð. - 6. Íslenskt haustveður = RIGNING OG GRÁTT! Á myndinni sést lítið eins árs krútt kíkja upp úr vagninum.
- - - - -
Sunnudagur
Ég var að grafa upp gamlar plötur sem voru í miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég var lítil (tunglið tunglið taktu mig, litla ljót, litlu andarungarnir, pétur og úlfurinn, punktur punktur komma strik ...), það var algjör nostalgía að hlusta á þær. Ég var með einn lítinn í heimsókn sem þótti þetta jafn skemmtilegt og mér. Ég hef ákveðið að október verður mánuður grænmetis og ávaxta ... hollustan í fyrirrúmi :)
- - - - -
Æðarkóngurinn
Æðarkóngurinn, Páfagaukurinn Svanurinn og Hrafninn eru æðissleg teppi frá hönnunarteiminu Vík Prjónsdóttir. Það er svo mikið notagildi í þessum teppum, hvort sem þau eru geymd á sófanum, notuð sem keipur eða sem fallegur löber á rúmið. Móðir mín á Hrafninn og var hann mikið notaður í sumar, hentaði vel á köldum sumarkvöldum.
The Kingeider, Papageno, Swan and the Raven are great design from Vík Prjónsdóttir. They have so much functionality, whether or not if they are used as a blanket, cape or as a spread over your bed. Like you can probably see I'm a big fan of their design.
- - - - -
Moodboard making
Ég var að klára kúrs í skólanum þar sem við hönnuðum fatnað með innblástur í klassískan fatnað. Hönnunarferlið er skemmtilegt en getur líka verið mjög erfitt. Fyrstu vikurnar fara í að finna sér innblástur og er það sá tími sem þú getur leift þér mest að slakað á. Það er mjög gaman að sökkva ofan í eitthvað viðfangsefni og rannsaka hvert atriði fyrir sig. Við tekur svo skissuvinna og meiri skissuvinna.
- - - - -
Friday
Ég hef mjög gaman af því að taka myndir og þá sérstaklega af fallegum hlutum og heimilum ... ég held að ég geti sagt að það sé mitt aðal áhugamál þessa dagana. Það að taka myndir á hverjum degi hefur gefið mér mikið, bæði ánægju og styrkt mig í því að verða betri. Vonandi hafið þið jafn gaman af því að skoða bloggið mitt eins og ég að blogga. Endilega ef það er eitthvað sem þið viljið koma á framfæri eða fyrirspurnir um eitthvað sem er á myndunum hjá mér, skiljið eftir athugasemd eða sendið mér póst.
Góða helgi!
- - - - -
Það hefur verið mikið að gera hjá mér í skóla og vinnu og því hef ég ekki náð að vera nógu dugleg að taka myndir. Þessi tími ársins er svo fallegur, sólin lágt á lofti og laufin farin að fá haustlitinn. Hafiði tekið eftir því hvað það er mikið af flugvélum sem lenda á hverjum degi á Reykjavíkurvelli!
I have been crazy busy these last days, doing school projects and work. I wish I could spend more time just taking photos ... I think this time of the year is very pretty, I just really love these autumn colors.
- - - - -
Góður granni
Systir mín býr í fallegri íbúð í næstu götu við mig. Hún á mikið af fallegum hlutum og finnst mér eldhúsið hennar svo fallega blátt með flottum "subway" flísum. Hún er mikill fagurkeri og vandvirk, það er allt svo vel gert hjá henni ... meira að segja leit pastarétturinn hennar fallega út og ekki var bragðið verra.
My sister lives just a street away from me. She has a lot of beautiful things and I really like her light blue kitchen with white "subway" tiles.
- - - - -
Finding colors
Það er hægt að finna svo marga fallega liti í íslenskri náttúru.
You can find so many nice colors in Icelandic nature.
- - - - -
Last weekend
Ég fékk mína kæru Birgittu í heimsókn frá Köben og skelltum við í gott afmælispartý í tilefni „einu-ári-eldri“. Góð helgi að baki og mjög "busy" vika framundan!
My dear friend Birgitta came over the weekend from Copenhagen to celebrate her birthday and graduation.This weekend was really good!
- - - - -
Reykjavík
Ég hef verið að taka að mér nokkur aukaverkefni fyrir Vík Prjónsdóttir. Mér þykir fjólublái trefillinn frá þeim svo fallegur og hann passar einstaklega vel með dökkbláum.Trefillinn er fullkominn fyrir íslenskt veðurfar, algjörlega ómissandi á hvert heimili. Myndirnar eru teknar á rölti um Þingholtin og hittum við þessa sætu þrífættu kisu, litla greiið hafði lent fyrir bíl og missti annann afturfótinn.
I have been doing some small projects for Vík Prjónsdóttir. I really like their purple scarf and I think it fits well with dark navy blue. You can buy these scarfs online by clicking here!
- - - - -
Monday Monday
volcano photo: Jarðvísindastofnun
Helgin var góð, ég hafði það huggulegt inni með vinkonum á meðan veðurguðinn lét heyra í sér. Eldgosið hófst aftur og eru myndirnar af því svo fallegar að ég varð að deila einni hér að ofan.
The weekend was good even though the weather was crazy. The volcanic eruption started again in Bárðabunga and the pictures they capture are so beautiful I just had to share one with you!
- - - - -
Wells Blog
Duis mollis, est non commodo luctus, nisi erat porttitor ligula, eget lacinia odio sem nec elit. Maecenas faucibus mollis interdum. Nulla vitae elit libero, a pharetra augue.