home interior, my home, summer Bjorg Gunnarsdottir home interior, my home, summer Bjorg Gunnarsdottir

Friday

Blómin mín gleðja mig mikið. Nú er skólinn kominn á fullt og skemmtileg verkefni framundan. Systir mín er flutt í næstu götu, svo nú erum við öll systkinin staðsett í Vesturbænum, jeii. Hún er einnig byrjuð í Lhí og mun stunda nám við Grafíska hönnun nokkrum hæðum fyrir ofan mig. Mér finnst gaman að hafa hana í skólanum, þetta verður góð önn.

My flowers makes me happy. School has started and I already have a lot of interested projects. My sister just moved to the next street, so now I have all my siblings just few streets away. She has also started in the University of Art and will be learning graphic design just few stores above me. I like it! 

- - - - -

Read More
lately Bjorg Gunnarsdottir lately Bjorg Gunnarsdottir

Lately

1. Þessir flottu vettlingar eru nýtt frá Vík Prjónsdóttir, mæli með þeim fyrir veturinn!  -  2.&3. Mér finnst svo nauðsynlegt að komast út fyrir borgarmörkin í smá sveitarsælu, hér er ég með systur og börnum í Þjórsárdal  -  4. Sítrónukakan hefur verið í miklu uppáhaldi (póstur um sítrónuköku hér!)  -  5. Ágúst mánuður er svo fallegur.  -  6. Ég er búin að búa til ca. 10.000 trilljón cappuccino og latte bolla í sumar. Það gleður fólk alltaf jafn mikið að sjá lauf í bollanum sínum ... það gleður mig.

- - - - -

Read More
autumn, Iceland Bjorg Gunnarsdottir autumn, Iceland Bjorg Gunnarsdottir

It feels like autumn

sh_gose_bjorg.jpg

Haustlitirnir eru farnir að láta sjá sig, fuglarnir að stefna suður í átt að heitari loftslagi og myrkvið að breiða úr sér. Þrátt fyrir það ... þá er voða gott að vera byrjuð aftur í skólanum. Þetta tréhús fundum við inní skógi í Þjórsárdal um helgina, frekar skemmtilegt.

Colors of autumn is already here, birds heading south to warmer climates and its starting to eclipse pretty fast. Despite all that ... its very good to be back in school.

- - - - -

Read More
Iceland, summer, vacation Bjorg Gunnarsdottir Iceland, summer, vacation Bjorg Gunnarsdottir

Icelandic horse

Ég notaði síðustu frídaga mína áður en skólinn byrjar á fullt og skrapp í sveitarsæluna í Þjórsárdal. Borgarbarnið ég naut þess í botn að komast í náið samband við dýrin og hittum við þessa gæfu hesta á bóndabæ rétt hjá bústaðnum.

- - - - -

Read More
home interior, my home, green Bjorg Gunnarsdottir home interior, my home, green Bjorg Gunnarsdottir

Small Cactus

kaktus_blomaval_bg.jpg

Eg keypti mér þrjá sæta kaktusa í Blómaval um helgina. Þeir voru á tilboði og eru ekkert smá litlir og krúttlegir. Eina við það hvað þeir eru litlir er að erfitt hefur verið að finna potta í þessum stærðum, svo að þangað til verður kaffibolli að duga. Veit einhver hvar ég gæti mögulega fundið litla hvíta potta?

I bought these three very small and cute cactuses this weekend. The only problem with this size is that they need very small flower pots and its very hard to find one. For now my old coffee cups will have to work as a flower pot until I find a better solution.

- - - - -

Read More
Iceland, summer, health Bjorg Gunnarsdottir Iceland, summer, health Bjorg Gunnarsdottir

Mosfellsdalur

grænt_frabonda_bjorg.jpg
blomasala_moso_bjorg.jpg
japönsk_silkihæna_bjorg.jpg
og_bg_kanina.jpg
rebbi_bjorg.jpg
klaufar_bjorg.jpg
hradarstadir_bjorg.jpg

Við systurnar kíktum á grænmetis markað í Dalsgarði í Mosfellsdal á laugardaginn. Þar er hægt að kaupa beint frá bónda ferskt grænt, blómabúnt, safa og fleira sniðugt. Mosfellsbær er að vinna í að breyta ímynd sinni á bænum úr „skyndibitabæ“ í hollustubæ. Mér líst sjúklega vel á það, enda leynist þar margt skemmtilegt sem er gaman fyrir okkur borgarbörnin að kíkja á. Myndirnar hér að ofan eru af markaðinum í Dalsgarði og í „húsdýragarðinn“ á Hraðastöðum.

Mosfellsbær is trying to change their image from being called the town of fast-food into the healthy town. Which fits them much better because there are a lot of breeding farms where you can go and by greens, flowers and meats directly from the farmer. There is also a small farm that allows you to visit all the cute farm animals. This is just 15 minutes from the capital of Reykjavík.

- - - - -

Read More
summer Bjorg Gunnarsdottir summer Bjorg Gunnarsdottir

Friday!

vinkonur_bg.jpg
flugvel_bg.jpg
pakki_afm_bg.jpg

Loksins kom sumrið! Síðustu dagar hafa verið góðir, mikið af vinkonu hittingum, afmælum og góðum kaffibollum. Nú er vika í að skólinn byrji ... rosaleg líður þetta hratt!

Finally the summer is here. Last days have been really great and I have been enjoying the sun with good friends and a lot of coffee. Summer vacation is almost over, only week until school starts again!

- - - - -

Read More
Bjorg Gunnarsdottir Bjorg Gunnarsdottir

Supermoon and the Sealpelt

lostinthewild.jpg

Síðustu vikurnar hef ég verið að taka að mér nokkur verkefni fyrir hönnunar teymið Vík Prjónsdóttir. Mjög spennandi enda flottir hönnuðir hér á ferð. Ég mæli með því að þið fylgið þeim á Instagram og Pinterest, ótrúlega skemmtilegir hlutir sem þau eru að gera! 

Last weeks I have been doing some projects with the designer team Vík Prjónsdóttir. It has been fun and exciting, they are indeed interesting designers that is worth following in the future. I recommend you check out Vík Prjónsdóttir on Instagram and Pinterest!

- - - - -

Read More
summer, Iceland Bjorg Gunnarsdottir summer, Iceland Bjorg Gunnarsdottir

August Sunset

nightsun_reykjavik_bjorg.jpg

Ágúst er svo fallegur mánuður, himinninn glóir og miklar andstæður eru í lofti sem gaman er að taka myndir af. Ég náði líka góðri mynd af súper tunglinu sem var á mánudaginn. Rosalega var það fallegt. Set inn mynd af því á morgun. Annars hef ég verið að taka að mér ýmis verkefni síðustu daga, set nokkrar myndir af því hér inn seinna í vikunni.

August is so beautiful here in Iceland, the evening sun burns the sky with nice colors. If I would recommend some time to visit Iceland, I think August would be the best time. I have been doing some fun projects that I'm looking forward to show you here on the blog, hopefully I will do so later this week.

- - - - -

 

Read More
kitchen, summer, recipe Bjorg Gunnarsdottir kitchen, summer, recipe Bjorg Gunnarsdottir

My kitchen: Lemon cake

lemon_cake_bjorg.jpg
lemoncake_bjorg.jpg
lemoncake2_bjorg.jpg

Ég fékk uppskrift hjá vinkonu minni af þessari trupluðu sítrónuköku. Ég þurfti að hemja mig því ég átti skyndilega 5 önnur auka desert hólf í maganum (eru ekki allir með eitt slíkt?). Kakan er alls ekki flókin og mæli ég með því að bæta auka sítrónu til að fá enn þá sterkara bragð. Ég skreytti svo kökuna með appelsínum og basil. Uppskriftina er hægt að finna hjá Matarbok.isHafið það gott um helgina!

-

I got this recipe from a friend of mine, this lemon cake is just delicious. I had to stop myself from overeating, It's just taste soooo good. This cake is easy to make and I recommend to add an extra lemon (it's never to much lemon for me). I decorate the cake with oranges and some basil leaves. You can find the recipe here: Matarbok.is, you just need to translate it ;) Have a good weekend!

- - - - - 

Read More
Bjorg Gunnarsdottir Bjorg Gunnarsdottir

Húsin á Ísafirði

isafjordur_hus4.jpg
isafjordur_hus3.jpg
isafjordur_hus.jpg
isafjordur_hus5_bjorg.jpg

Ég dáist að fólki sem gerir upp gömul hús og heldur þeim fallegum. 

I think its wonderful when people fix these cute old houses and maintain the old style.

- - - - -

Read More
Bjorg Gunnarsdottir Bjorg Gunnarsdottir

Áfram um Vestfirði

icelandicweather.jpg
flower_iceland.jpg
myri_vestf.jpg
mynta_vestfirdir.jpg
ströndin_vest_björg.jpg
holtasoley_vestf.jpg
isafjordur_vestfirdir.jpg

Það er endalaust hægt að taka myndir af fallega landinu okkar. Ég get auðveldlega gleymt mér og týnst þegar ég er að taka myndir. Eigið góðan dag!

It is very easy to forget yourself while taking photos of beautiful Iceland, and sometimes others forget me too while I'm in my own world taking photos. Hope you have a great day!

- - - - - 

Read More
Bjorg Gunnarsdottir Bjorg Gunnarsdottir

Kaffi á Vestfjörðum

simbahollin_þingeyri2.jpg
simbacafe_þingeyri.jpg
simbahollin_þingeyri.jpg
kaffi_brædraborg_isafj.jpg
brædraborg_isafirdi.jpg
brædraborg_isafj_una.jpg
litlibær_skötufjordur1.jpg
litlibær_skötufjordur.jpg
kaffi_litlibær_skötufb.jpg
blomalind_budardal2.jpg
blomalind_budardal.jpg
blomalind_budardal1.jpg

Við kaffibarþjónarnir og vinkonurnar erum orðnar heldur „pikkí" á gott kaffi, en að mínu mati stóðu Vestfirðir sig vel í kaffigerð og kósýheitum. Ef þú átt leið á Vestfirðina þá mæli ég með Simbahöllin á Þingeyri (mynd: 1-3), Bræðraborg á Ísafirði (mynd: 4-6), Litlibær í Skötufirði (mynd:7-9) og Blómalind í Búðardal (mynd: 10-12). Það er örugglega fullt af fleirri góðum stöðum (endilega skrifaðu í  athugasemd ef þú veist um ómissandi stað á Vestfjörðum). Fyrir þá sem hafa áhuga á kósýheit í Reykjavík þá mæli ég með Iðu Zimsen bókarkaffi á Tryggvagötu. ;)

Me and my friend are working as a coffee barista and because we are making coffee everyday we have gotten to be very picky about how its made. We were very happy with the coffee we got on the West Side of Iceland and my favorite coffee places that I visited this weekend was Simbahöllin á Þingeyri (mynd: 1-3), Bræðraborg á Ísafirði (mynd: 4-6), Litlibær í Skötufirði (mynd:7-9) og Blómalind í Búðardal (mynd: 10-12). There are probably more of them in this area that I didn't visit so If you know of a place that I shouldn't have missed please leave a comment. For those who want to find a cozy coffee house in Reykjavík, I can recommend Iða Zimsen, Tryggvagötu ;)

- - - - -

Read More
Bjorg Gunnarsdottir Bjorg Gunnarsdottir

Fallega land

fjallaspeiglun_bjorg.jpg
fallegblom.jpg
eiðibyli.jpg
mjukablomið.jpg
fallegauna.jpg
mynta.jpg

Ég fór í æðisslega ferð um Vestfirðina um helgina. Það var mikið hlegið, borðaður góður matur og ferðast um haus landsins. Við erum svo heppin að eiga svona fallegt land sem hefur upp á svo margt að bjóða. Ég tók „nokkrar" myndir á ferð minni um helgina, hendi inn fleirum myndum seinna í vikunni.

(I see that I have people from all around the world reading my blog, so for now on I try to write in both Icelandic and english. Hope you enjoy.) 

This past weekend I travelled to the West Side of Iceland, It is my all time favorite area of Iceland (we call it the head of our land). I took a lot of photos on my trip and here are few to start with. I will share some more later this week.

- - - - -

Read More
Bjorg Gunnarsdottir Bjorg Gunnarsdottir

Verslunarmannahelgi

Hafið það gott um helgina! Ég ætla halda upp á það að vera í fríi og leggjast útaf með tærnar upp í loft. :)

Have a nice weekend! I'm going to celebrate that I got a weekend off work and do something relaxing :)

- - - - -

Read More
Bjorg Gunnarsdottir Bjorg Gunnarsdottir

Morgunsólin

athoughtaday_bjorg.jpg
sloppur_sunshine_bjorgg.jpg

Við höfum ekki verið heppin með veður hér á Fróni en það sem ég elska mest við sumartímann er fallega morgunsólin sem skín inn um gluggann minn. 

We haven't had many sunny days here in Iceland (sometimes we call our country Frón) . But when the yellow one decided to show up I really like the morning sun which shine through my windows. 

- - - - -

Read More
home interior, Iceland Bjorg Gunnarsdottir home interior, Iceland Bjorg Gunnarsdottir

Monday!

ittala_disa_bjorg.jpg
faninn_disa_bjorg.jpg

Vinkona mín á þetta fallega heimili á myndunum hér að ofan. Hillurnar hennar eru fullar af fallegum hlutum sem hún hefur safnað að sér í gegnum tíðina. Skemmtilegi púðinn með íslenska fánanum prjónaði amma hennar handa henni og fallega teppið á sófanum er frá Vík Prjónsdóttur.

My friend lives in this beautiful apartment. She is a collector of nice things and I really likes how she arrange them. Her Icelandic pillow  is so nice, made by her grandmother and this beautiful blanket is made by  Vík Prjónsdóttur.

- - - - -

Read More
happy weekend, illustration Bjorg Gunnarsdottir happy weekend, illustration Bjorg Gunnarsdottir

happy weekend!

Ég er að selja gömlu myndavélina mína Canon EOS 30D ásamt body grip og nokkrum auka batte  ríum. Ég var að uppfæra og fá mér nýrri vél og því engin ástæða fyrir mig að eiga tvær. Vélin er í góðu standi og góð fyrir byrjendur og áhugaljósmyndara. Ég er með vélina undir my shop hér að ofan. Áhugasamir endilega hafið samband hér!

Hafið það gott um helgina!

- - - - -

Read More

Wells Blog

Duis mollis, est non commodo luctus, nisi erat porttitor ligula, eget lacinia odio sem nec elit. Maecenas faucibus mollis interdum. Nulla vitae elit libero, a pharetra augue.


Featured Posts