Rain is good!
Verum þakklát fyrir rigninguna, við gætum haft það svo miklu verra.
Það eru hræðilegir atburðir að gerast hinum megin á hnettinum ... mótmælum fjöldamorðunum á Gaza og hópumst á Ingólfstorg í dag klukkan 17:00. Þetta eru hræðilegir tímar fyrir svo marga og finnst mér smávegis rigning ekki vera eitthvað til að röfla yfir. <3
- - - - -
Lately
1. Nýjir Chie Mihara skór gleðja auga og fætur - 2. Hressandi göngutúrar í rigningunni - 3. Markmið júlímánaðar er að fara yfir gamlar myndir (býst við að það dragist fram að jólum) - 4. Kinfolk er uppáhalds blaðið mitt, þar eru fallegar myndir og flottir pistlar - 5. Nýja skelin mín sem ég keypti á Spáni er komin á sinn stað. - 6. Ég er rík frænka! Í gær voru heimsborgararnir Björk og Smári kvaddir, þau eru að flytja frá Kína til Berlínar.
- - - - -
Chia Mihara crush
Ég er komin aftur til jarðar úr tveggja vikna afslöppun. Búin að hafa það mjög gott, slaka vel á og njóta góðra stunda með fjölskyldunni. Við konurnar í fjölskyldunni höldum mikið uppá spænska skómerkið Chie Mihara og var því ferðinni heitið smá auka krók síðasta daginn í Chie Mihara Outlet. Þessi auka krókur var alveg þess virði því út kom ég með tvenn falleg skópör.
- - - - -
Fimmtudagur
Það er gaman að taka myndir hér úti því birtan er svo falleg og lifir langt fram á kvöld. Heima eiga myndirnar oft til með að verða gráleitar og dimmar, sérstaklega núna þegar rignir flesta daga. Ég skal gera mitt besta að pakka sólinni með mér heim.
- - - - -
Flóamarkaður í Jávea
Hér eru markaðir á hverjum degi, grænmetis- og ávaxtamarkaðir, gamlir munir og hannyrðir og svo eru nóg af ódýrum draslmörkuðum. Ég hef ekkert keypt mér en ég hef smá blæti fyrir því að gramsa og skoða þessa markaði, sumt sem er í boði er alveg fáranlegt og annað eitthvað sem ég gæti vel hugsað mér að eiga. Veðrið hér hefur verið æðisslegt, hitastig í kringum 30°C alla daga. Þessa ljótu Tarantúlu veiddum við um daginn þar sem hún var að hrella okkur ... ég fæ enn hroll við tilhugsunina um hana. Ég vona svo innilega að sólin fari að láta sjá sig á Fróni.
- - - - -
La Granadella Playa
La Granadella ströndin rétt fyrir utan Jávea er algjör paradís.
- - - - -
Vacation in Jávea
Við fjölskyldan erum strax byrjuð að tala um að byrja að safna fyrir næstu ferð á sama stað. Þessi bær er æðisslegur og umhverfið hefur uppá svo margt að bjóða. Í gær fórum við á fallega strönd hér rétt hjá, sem minnti mig helst á fallegu ströndina í bíómyndinni Beach. Það er pínu erfitt að hugsa til þess að það styttist í rigninguna heima...
- - - - -
Vaknaði við hanagal klukkan 6:00 í morgun ... það var kannski ekki svo slæmt því þegar ég leit út um gluggan var sólin að koma upp. Í gær var farið til Valencia í dýragarð, við fullorðna fólkið skemmtum okkur jafn vel og þeir litlu. :)
- - - - -
Javea
Bærinn Javea rétt fyrir utan Alicante er æðisslegur og mundi ég klárlega mæla með fríi hér. Þetta er lítill krúttlegur bær með fallegri strönd, gömlum steinhúsum, pálmatrjám, ávaxtatrjám ... Héðan er stutt að fara í stærri bæi eins og Valencia og Alicante. Þar er hægt að finna dýragarð, sædýrasafn, vatnsrennibrautagarð, verslunarkjarna og fleira skemmtilegt. Við fjölskyldan leigðum okkur fallegt hús með sundlaug og öllu tilheyrandi í 10 mín. fjarlægð frá ströndinni.
- - - - -
Sól og Sumar
Sagt er að íslenskt sumar byrji í júní og nái allt fram í september. Ég get ekki verið sammála því og finnst mér oft regntími vorsins ná langt fram í byrjun júlí. Íslendingar bíða spenntir eftir sumrinu sem kemur allt allt of seint. Þegar sú gula lætur loksins sjá sig hópast fólk út, hálfbert í kaldan vindinn til þess að ná sér í smá D-vítamín og jú kannski lit á kroppinn. Ég held að maður verði bara að sætta sig við það að íslensku sumrin eru stutt og full af fersku lofti. Ég hálf vorkenni túristunum sem koma til Íslands og enda svo í 45 gráðu rigningu, roki og gráum dögum. Ég ætla hins vegar að skella mér út til Spánar í sól og sumar, ég get eiginlega ekki beðið eftir því að grafa tærnar í sandinn og sötra einn kaldann.
- - - - -
Kitchen Crush
'Eg er mjög hrifin á bollum með fallegu munstir og finnst mér þessir hér að ofan einstaklega fallegir. Mynd númer tvö er af nýrri línu frá IKEA í samstarfi við ArtRebels, bollarnir koma í takmörkuðu magni, sem er algjör snilld ... vonum bara að þeir komi í búðir á Íslandi.
- - - - -
Gulir dagar
Rosalega gleður það mig mikið að sjá sólina í dag, allir í Nauthólsvíkina!
Spáin um helgina er góð og þess vegna tilvalið að dekra aðeins við sig, Williams Sonoma er með gott úrval af ferskum drykkjum, ég er einnig mjög hrifin af bauna brownies og mæli ég með þessarri uppskrift frá Green Kitchen Stories, til að gera kökurnar enn betri er gott að bæta hindberjum og hvítu súkkulaði útí. Hafið það gott í dag!
- - - - -
Beautiful details
Ég var að bæta við tveimur nýjum flipum hér efsta á síðunni. Annar er til þess að auðvelda fyrir fólki að leita af gömlum færslum - POST FINDER, og svo bætti ég einnig við MY KITCHEN. Ég er mikil áhugamanneskja í eldhúsinu og ætla henda inn léttum uppskriftum við og við á bloggið. Hafið það gott í dag á þessum fallega mánudegi ;)
- - - - -
Wells Blog
Duis mollis, est non commodo luctus, nisi erat porttitor ligula, eget lacinia odio sem nec elit. Maecenas faucibus mollis interdum. Nulla vitae elit libero, a pharetra augue.