Sunnudags
Sunnudagar eru fullkomnir til að hlaða battaríin, hlusta á góða tónlist og drekka góðan kaffibolla. Mánudagur er handan við hornið og því nauðsynlegt að njóta rólegu stundarinnar.
Fyrir þá sem huga að sunnudagsbíó uppí sófa þá mæli ég með The Grand Budapest Hotel, We bought a Zoo, Celeste & Jesse Forever & The Perks of Being a Wallflower.
- - - - -
Fimmtudagur
Góðar vinkonur að hittast eftir langan skilnað er svo skemmtileg stund. Á sumrin fæ ég alla heimsborgarana mína heim á Klakann, það eru klárlega bestu stundir sumarsins. Það hlakkar í mér að hitta þær og spjalla um allt sem hefur drifið á daga okkar. Þótt netið brúi bilið á milli okkar þá er alltaf svo gott að hittast og knúsast. Nú eru tvær búnar að kíkja heim og allt, allt of margar eftir að koma... komið heim kæru vinkonur! xxx
Ég keypti þetta fallega Jasmin Dragon te í Heilsuhúsinu. Teið er mjög sætt á bragðið og gott er að bæta smá hunangi við, það er líka gaman að fylgjast með því blómstra í vatninu. Svo var auðvitað skellt í sítrónu kubba, súkkulaðikakan er snilldarverk Helgu og er orðinn fastur liður í kveðju/velkomin hittingum okkar, namm.
- - - - -
Huggulegt í rigningunni
Mér þykir voða notalegt að fá gesti í heimsókn, hella uppá gott kaffi og glugga í blöðin mín (eða eins og sá stutti auglýsingabæklinga). Stundum er rigningin ekki svo slæm. Hafið það gott!
- - - - -
Stand UP!
Hafiði einhverntíman velt því fyrir ykkur hversu marga tíma á dag þið eyðið sitjandi? 8, 10, 12 ...
Eitt af aðal heilsufarsvandamálum fólks hér í vestræna heimi má oft tengja til of mikillar setu. Líkaminn er ekki skapaður til að sitja kyrr og hefur þróunin sem fylgt hefur tölvunum haft vond áhrif á okkur mannfólkið. Sumir segja að of mikil dagleg seta sé jafn hættuleg og reykingar ... ég veit nú ekki hvort það sé satt en ég get verið sammála því að hinir og þessir verkir fylgja oft margra klukkutíma setu. Fólk er hvatt til að hreyfa sig í 15 mín á hverjum klukkutíma, taka stigan í stað lyftunnar og jafnvel standa upp til að taka símtöl. Fyrir áhugasama þá eru hér nokkrar greinar sem er áhugavert að lesa um þessi mál; TIME, US.NEWS, CBS NEW YORK, HUFFINGTON POST, ABC NEWS , Lýðheilsustöð og hér má finna æfingar fyrir fólk sem situr mikið yfir daginn; Láttu þér líða vel, Landlæknir, Styrktaræfingar
Hugsum um heilsuna og verum meðvituð um líkama okkar á meðan hann er enn ungur og hraustur. :)
- - - - -
My Kitchen: Pistachio Ice cream
Eitt mesta snilldar viðbót við eldhúsfjöldkylduna er Ice cream maker frá KitchenAid. Skálin þarf að vera orðin vel köld fyrir ísgerðina svo gott er að skella henni inní frysti daginn áður eða eldsnemma um morguninn. Ég var að fletta blaðinu Mad & Bolig þegar ég rakst á þessa ljúffengu ís uppskrift og væri auðveldlega hægt að breyta henni eftir skapi eins og setja Toblerone í stað Pistachio hneta (eða jafnvel sherry). Ég mæli með þessum gómsæta ís ... umm!
Have you tried Ice cream maker from KitchenAid? This is a fantastic addition to the kitchenAid family. The bowl has to be very cold so its best to put her in the freezer in the morning if you are going to make some ice-creem in the evening. I found this pistachio recipe in Mad & Bolig, ummm it was really good!
- - - - -
Þingvellir
Ég eyddi Hvítasunnunni á Þingvöllum í sólinni. Þetta var fullkominn dagur til að fara þangað og það er ótrúlegt að maður skuli ekki fara oftar, svo stutt frá Reykjavík. Fallega fallega Ísland.
I spent the day at our national park Þingvellir. It was the perfect day to go there, sunny and very beautiful. I was thinking after my day there why I don't go often, It's not that far from Reykjavík, now it's time to change that. :)
- - - - -
My Kitchen: Lemon pie bar
Þessar gómsætu sítrónu kökur eru hentugar til að taka með sér í picnic eða geyma í frysti fyrir góða gesti. Ég er mjög heilluð af litlum smáréttum og finnst gaman að geta boðið uppá eitthvað með kaffinu. Þessa uppskrift fann ég á Joy the Baker, breytti henni örlítið (sleppti kirsuberjum og bætti mangó jógúrti) og yfirfærði hana yfir á “rétt„ mál (cup yfir í grömm). Ef þú ert sítrónu sjúklingur eins og ég þá mæli ég með því að prufa þessa!
Fyrst er botninn bakaður í ca. 12-15 mín við 180°C. Á meðan er fyllingin blönduð saman í skál. Þegar botninn er tilbúinn er fyllingunni helt rólega yfir og höfrum dreift efst, þá er það bara að skella þessu inní ofn og baka í ca. 25-30 mín. Borið fram kalt. Geymist í ca. 4 daga í kæli.
- - - - -
My Kitchen: Júní brauð
Ég hef áður talað um þessa brauðuppskrift en hún er í miklu uppáhaldi hjá mér. Brauðið er bæði holl og fljótlegt, svo er gott að frysta restina og skella einni og einni í ristavélina á morgnanna. Ég fékk í afmælisgjöf frá góðvinkonu minni sem býr í London kaffi frá Harrods í þessu fallegu álboxi. Kaffið er eitt það besta sem ég hef smakkað, milt og bragðmikið.
Brauðuppskrift:
Þurrefnunum og fræjum er blandað rólega saman í skál. Þar næst er vatni, hunangi og sítrónusafa bætt útí og á deigið að vera pínu klístrað og blautt. Veltið deiginu nokkrum sinnum með höndunum og setjið í brauðform ... til að brauðið festist ekki við formið er gott að nota bökunarpappír. Hægt er að nota hvaða fræ sem er. Bon appetit!
- - - - -
Sunnudagur
Góð helgi að baki, ný vika, nýr mánuður...
I enjoyed this weekend with friends and family, next up: new week, new month...
- - - - -
Húsdýragarðurinn
Mér finnst alltaf jafn gaman að fara í Húsdýragarðinn á vorin, þegar litlu dýrin eru mætt á svæðið. Það gleður mig að sjá að það er verið að laga og bæta Fjölskyldugarðinn, alveg kominn tími á smá uppliftingu.
It's always fun to go to the zoo in the spring when the little ones has arrived.
- - - - -
Memories
Ég er búin að koma mér ágætlega vel fyrir á vinnustofu minni. Þar leynast gamlar minningar eins og nálapúði sem amma mín saumaði sem skelbaka, gömul álbox frá afa mínum og handmálaðir kínasteinar sem ég fékk þegar ég var lítil frá kínverskum fimleika kennara mínum.
My workspace is getting ready. There I keep lots of old memories like old pincushion made by my grandmother, tin boxes from my grandfather and small china stones that my old gymnastic teacher gave me as a gift.
- - - - -
Green
Mér finnst algjört möst að hafa að minnsta kosti eina plöntu á heimilinu. Þær gefa líf og lit inná heimilið. Mörgum finnst það vesen og mikla fyrir sér vökvunina, en oftast þurfa þær ekki vökvun nema einu sinni í viku.
It makes me happy to have some green in my home. I always thought I would be the one who will kill the plant right away, but It isn't hard at all. Also I think plants gives a home some extra life and nice colors.
- - - - -
Knitwear
Nú er fyrsta árið mitt í fatahönnun lokið og var síðasta verkefni annarinnar að hanna prjónalínu. Ég fékk innblástur minn til kínversku prinsessunnar Wan Rong sem var við völd í kringum 1900. Ég heillaðist af fatnaði hennar og varð húkkt á að vita sem mest um sögu hennar. Hún lifði erfiða og stutta ævi og dó aðeins 39 ára gömul í fangelsi í Kína. Ég mæli með myndinni um líf þeirra hjóna The Last Emperor (1987).
I just finished my first year in fashion design. My final project was a knitwear line that I got inspired by a chines princesse Wan Rong from the year 1900. If you are interested by knowing more about her short and difficult life I recommend you watch the movie The Last Emperor (1987).
- - - - -
RVK
Reykjavík er að fyllist af túristum sem gefa götunum líf. Það er gaman að sjá hvað allt er að lifna við og litlar búðir að spretta upp hér og þar. Tók nokkrar myndir á rölti um bæinn.
Reykjavík is almost full of tourist, witch is something I need to get use to. The streets are full of life and small stores are opening in every corner of the city.
- - - - -
Prentverkstæði
Í gær kláraði ég fimm daga kúrs á prentverkstæði skólans. Ég var að fíla mig í botn, gæti avleg hugsað mér að vinna meira með prent. Hér sjáiði vinnslu á póster af húsum í Reykjavík.
I had so much fun learning how to make silk screening. I could easily think of working more with this technique, every picture is more special this way. Here I'm working on a poster of houses in Reykjavik.
- - - - -
Wells Blog
Duis mollis, est non commodo luctus, nisi erat porttitor ligula, eget lacinia odio sem nec elit. Maecenas faucibus mollis interdum. Nulla vitae elit libero, a pharetra augue.