Uppáhalds
Sítrónukökuna hef ég áður talað um en hún er algjör dásemd og í miklu uppáhaldi. Þrátt fyrir að kakan sé sæt á bragðið og minnir á vorið, finnst mér hún líka passa vel við páskana. Ég er algjör sökker fyrir allt sem inniheldur sítrónu og fyrir áhugasama mæli ég líka með lemon pie bar.
- - - - -
Fimmtudagur
Góðar vinkonur að hittast eftir langan skilnað er svo skemmtileg stund. Á sumrin fæ ég alla heimsborgarana mína heim á Klakann, það eru klárlega bestu stundir sumarsins. Það hlakkar í mér að hitta þær og spjalla um allt sem hefur drifið á daga okkar. Þótt netið brúi bilið á milli okkar þá er alltaf svo gott að hittast og knúsast. Nú eru tvær búnar að kíkja heim og allt, allt of margar eftir að koma... komið heim kæru vinkonur! xxx
Ég keypti þetta fallega Jasmin Dragon te í Heilsuhúsinu. Teið er mjög sætt á bragðið og gott er að bæta smá hunangi við, það er líka gaman að fylgjast með því blómstra í vatninu. Svo var auðvitað skellt í sítrónu kubba, súkkulaðikakan er snilldarverk Helgu og er orðinn fastur liður í kveðju/velkomin hittingum okkar, namm.
- - - - -
My Kitchen: Pistachio Ice cream
Eitt mesta snilldar viðbót við eldhúsfjöldkylduna er Ice cream maker frá KitchenAid. Skálin þarf að vera orðin vel köld fyrir ísgerðina svo gott er að skella henni inní frysti daginn áður eða eldsnemma um morguninn. Ég var að fletta blaðinu Mad & Bolig þegar ég rakst á þessa ljúffengu ís uppskrift og væri auðveldlega hægt að breyta henni eftir skapi eins og setja Toblerone í stað Pistachio hneta (eða jafnvel sherry). Ég mæli með þessum gómsæta ís ... umm!
Have you tried Ice cream maker from KitchenAid? This is a fantastic addition to the kitchenAid family. The bowl has to be very cold so its best to put her in the freezer in the morning if you are going to make some ice-creem in the evening. I found this pistachio recipe in Mad & Bolig, ummm it was really good!
- - - - -
My Kitchen: Lemon pie bar
Þessar gómsætu sítrónu kökur eru hentugar til að taka með sér í picnic eða geyma í frysti fyrir góða gesti. Ég er mjög heilluð af litlum smáréttum og finnst gaman að geta boðið uppá eitthvað með kaffinu. Þessa uppskrift fann ég á Joy the Baker, breytti henni örlítið (sleppti kirsuberjum og bætti mangó jógúrti) og yfirfærði hana yfir á “rétt„ mál (cup yfir í grömm). Ef þú ert sítrónu sjúklingur eins og ég þá mæli ég með því að prufa þessa!
Fyrst er botninn bakaður í ca. 12-15 mín við 180°C. Á meðan er fyllingin blönduð saman í skál. Þegar botninn er tilbúinn er fyllingunni helt rólega yfir og höfrum dreift efst, þá er það bara að skella þessu inní ofn og baka í ca. 25-30 mín. Borið fram kalt. Geymist í ca. 4 daga í kæli.
- - - - -
My Kitchen: Júní brauð
Ég hef áður talað um þessa brauðuppskrift en hún er í miklu uppáhaldi hjá mér. Brauðið er bæði holl og fljótlegt, svo er gott að frysta restina og skella einni og einni í ristavélina á morgnanna. Ég fékk í afmælisgjöf frá góðvinkonu minni sem býr í London kaffi frá Harrods í þessu fallegu álboxi. Kaffið er eitt það besta sem ég hef smakkað, milt og bragðmikið.
Brauðuppskrift:
Þurrefnunum og fræjum er blandað rólega saman í skál. Þar næst er vatni, hunangi og sítrónusafa bætt útí og á deigið að vera pínu klístrað og blautt. Veltið deiginu nokkrum sinnum með höndunum og setjið í brauðform ... til að brauðið festist ekki við formið er gott að nota bökunarpappír. Hægt er að nota hvaða fræ sem er. Bon appetit!
- - - - -
Hollur Janúar!
Það er alltaf svo gott að byrja árið á hollustu og reglulegri hreyfingu.
Nýjasta æði mitt er að láta gúrku, lime og myntu/engifer liggja í vatni yfir nótt og drekka svo ískalt á morgnanna. Ég get líka mælt með því að bæta granateplum í boozt, eða jafnvel út á jógúrtið, namm. :)
Hér fyrir neðan eru nokkur góð matarblogg sem ég mæli með fyrir þá sem vantar innblástur og hugmyndir að hollum og góðum lífstíl:
Pure Ebba, Steinunn- Máttur Matarins, Cafe Sigrún, Nanna Rögnvaldar, Eldað í Vesturbænum, Lind's Nutrition, Ljúfmeti, Himneskt
- - - - -
My Kitchen: Say CHEESE
Hindberja ostakaka með möndlu og döðlubotni hljómar ansi vel. Ég bauð góðum vinkonum í kaffiboð um daginn og ákvað að skella í ostaköku að hætti Green Kitchen Stories. Ég mæli með þessari síðu, þar eru mikið úrval af hollum og góðum uppskriftum.
Raspberry cheesecake with almond and dates, doesn't sound bad at all. I had some good friends for visit the other day and I made these cute cheesecakes from my favorite food blog Green Kitchen Stories. I recommend that you check them out, they have a lot of healthy and good recipes!
- - - - -
Wells Blog
Duis mollis, est non commodo luctus, nisi erat porttitor ligula, eget lacinia odio sem nec elit. Maecenas faucibus mollis interdum. Nulla vitae elit libero, a pharetra augue.