París - Reykjavík
Jæja þá kveðjum við vorið og höldum heim í veturinn..
Sjáumst heima!
- - - - -
Ultramod
Það er endalaust hægt að finna fleirri eldgamlar saumabúðir hér í París. Mér finnst þær svo sjarmerandi, fullhlaðnar af sniðugu dóti. Það er endalaust hægt að gramsa og skoða. Þetta er líka góður staður til að fá nýjar hugmyndir.
Búðin Ultramod er staðsett sitthvoru megin við götuna rue de Choiseul, hús nr. 2 og 3 í 2. hverfi.
p.s. ég afsaka myndagæðin, tók þær af símanum mínum.
- - - - -
Marché aux Puces de Saint-Ouen
Við stelpurnar skelltum okkur á stærsta flóamarkað Parísar um helgina. Það var svo mikið sem ég gat hugsað mér að kaupa, en margt var mjög dýrt. Eina sem ég keypti mér var eitt stykki dúkkuauga og fallegt póster til að hengja uppá vegg heima.
- - - - -
Je t'aime París
Það eru spennandi tímar framundan, starfsnám hjá Yaz Bukey, tískuvikan og sex vikur í fallegu París. Næsta föstudag flýg ég út og mun ég búa í lítilli íbúð í 10. hverfi ásamt tveimur öðrum bekkjarsystrum mínum. Ég get ekki beðið eftir því að komast í nýtt umhverfi, öðlast nýja reynslu og kynnast tískuheiminum betur.
Excited times ahead! Internship at Yaz Bukey, fashion week and six weeks of wonderful París. I will be staying with two friends in the 10 arrondissement. I cant wait to go!
- - - - -
Wells Blog
Duis mollis, est non commodo luctus, nisi erat porttitor ligula, eget lacinia odio sem nec elit. Maecenas faucibus mollis interdum. Nulla vitae elit libero, a pharetra augue.