Ultramod
Það er endalaust hægt að finna fleirri eldgamlar saumabúðir hér í París. Mér finnst þær svo sjarmerandi, fullhlaðnar af sniðugu dóti. Það er endalaust hægt að gramsa og skoða. Þetta er líka góður staður til að fá nýjar hugmyndir.
Búðin Ultramod er staðsett sitthvoru megin við götuna rue de Choiseul, hús nr. 2 og 3 í 2. hverfi.
p.s. ég afsaka myndagæðin, tók þær af símanum mínum.
- - - - -