My Kitchen: Lemon pie bar

lemon_bar.jpg

Þessar gómsætu sítrónu kökur eru hentugar til að taka með sér í picnic eða geyma í frysti fyrir góða gesti. Ég er mjög heilluð af litlum smáréttum og finnst gaman að geta boðið uppá eitthvað með kaffinu. Þessa uppskrift fann ég á Joy the Baker, breytti henni örlítið (sleppti kirsuberjum og bætti mangó jógúrti) og yfirfærði hana yfir á “rétt„ mál (cup yfir í grömm). Ef þú ert sítrónu sjúklingur eins og ég þá mæli ég með því að prufa þessa!

lemon_bar_recipe.jpg

Fyrst er botninn bakaður í ca. 12-15 mín við 180°C. Á meðan er fyllingin blönduð saman í skál. Þegar botninn er tilbúinn er fyllingunni helt rólega yfir og höfrum dreift efst, þá er það bara að skella þessu inní ofn og baka í ca. 25-30 mín.  Borið fram kalt. Geymist í ca. 4 daga í kæli.

- - - - -

Previous
Previous

Friday!

Next
Next

My Kitchen: Júní brauð