Sól og Sumar
Sagt er að íslenskt sumar byrji í júní og nái allt fram í september. Ég get ekki verið sammála því og finnst mér oft regntími vorsins ná langt fram í byrjun júlí. Íslendingar bíða spenntir eftir sumrinu sem kemur allt allt of seint. Þegar sú gula lætur loksins sjá sig hópast fólk út, hálfbert í kaldan vindinn til þess að ná sér í smá D-vítamín og jú kannski lit á kroppinn. Ég held að maður verði bara að sætta sig við það að íslensku sumrin eru stutt og full af fersku lofti. Ég hálf vorkenni túristunum sem koma til Íslands og enda svo í 45 gráðu rigningu, roki og gráum dögum. Ég ætla hins vegar að skella mér út til Spánar í sól og sumar, ég get eiginlega ekki beðið eftir því að grafa tærnar í sandinn og sötra einn kaldann.
- - - - -