Coffee table
Fékk þetta fallega Mater borð í afmælisgjöf ásamt Lingby vasanum og fallegu Nagelstager repro kertastjökunum. Ég fékk svo margar fallegar gjafir að ég er alveg orðlaus. Takk fyrir mig :)
Ég var líka búin að lofa að deila með ykkur myndaveggnum sem ég hengdi upp fyrir afmælið, hann er bjartur og litríkur sem hentar vel fyrir dimmt hol. Eigið góða helgi :)
- - - - -
7 by Arne Jacobsen
Sjöan frá Arne Jacobsen er að mínu mati mjög fallegur og klassískur stóll. Stóllinn hefur verið gefinn út í mismunandi litum og finnst mér afmæliseintakið í brúnum/appelsínugulum lit mjög fallegt. Þessi litur passar einstaklega vel við bláu tónanna í rúmteppinu og hvíta rýmið. Ég kíkti við í Epal í dag og sá að þar eru nokkrir útvaldir litir af sjöunni á afslætti (40.000kr.). Einnig finnst mér mjög sniðugt að Epal er farið að endurselja falleg notuð húsgögn og var ég svo heppin um daginn að finna 6 stykki HAY stóla í hvítum lit sem príða borðstofuborðið mitt.
- - - - -
Mikki & blómin
Mikka skott er búinn að smakka öll blómin mín og greiið plönturnar mínar eru allar götóttar. Það er voða erfitt að skamma þetta krútt :)
- - - - -
Þriðjudagur
Ég er að snúa öllu við hér heima og gera allsherjar þrif og breytingar. Mikka finnst þetta mjög spennandi og eltir mig um allt, en hann þarf enn mikinn svefn og tekur sér því blund inná milli. Ég skal smella nokkrum myndum þegar þetta er allt saman klárt! :)
On my mind - Art Wall
photo via: 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10
Ég er komin með ágætt safn af myndum og pósterum sem bíða eftir veggplássi. Mér finnst myndaveggir skemmtilegir og ákvað ég því að leita mér innblástri á netinu. Í næstu viku ætla ég að halda uppá afmælið mitt og er það góð hvatning til að klára ókláruð verk.
- - - - -
Rólegur Miðvikudagur
Það er gott að njóta frídagsins. Mikki sefur á mottunni mjúku á meðan ég spila Louis Armstrong á fóninum og drekk kaffi. Ég veit ekki hvort þið hafið heyrt það húsráð að ef kaffið ykkar er of beiskt, að setja smá salt útí og bragðið bætist.
- - - - -
Mikki Refur
Litla krúttið mitt fékk nafnið Mikki (refur). Ég fæ ekki nóg af honum. Það mætti segja að ég sé orðin kattarkona á einni viku, búin að fjárfesta í hinu og þessu dóti handa honum. :) Ég veit ekki enn hvort hann sé Birman eða Snowshoe, þótt ég hallist meira á Snowshoe. Ég las mér aðeins til um þá tegund sem varð til í kringum 1960 og eru aðeins 300 slíkir kettir skráðir í heiminum. Tegundin er upphaflega afkvæmi Síams og Amerískum shorthair og eru einstaklega klárir, geta t.d. auðveldlega opnað hurðir og lása og hafa gaman af sundi, hehe.. Verður gaman að kynnast honum betur.
- - - - -
Last days...
Mér finnst ég vera búin að endurheimta líf mitt, skólinn að klárast og nú hef ég tíma fyrir eitthvað annað en lærdóm. Ég eignaðist lítinn kettling í síðustu viku sem hafði verið yfirgefinn af mömmunni, hann er blandaður Ragdoll og líklega af íslenskum kisa. Hann er algjör gleðigjafi, mjög kelinn og gæfur. :)
- - - - -
Helsinki
Helsinki kom á óvart, hún var snyrtileg, litrík með fallegum torgum og byggingum. Sporvagnarnir tóku okkur um hin helstu hverfi og var gaman að kíkja á matar- og flóamarkaði. Það hefði verið auðvelt að safna sér heilu iittala settunum þar sem mikið var til af því á mörkuðum borgarinnar. Ég stoppaði allt of stutt í Helsinki til þess að geta notið alls sem borgin hafði uppá að bjóða og mun ég klárlega heimsækja hana aftur.
- - - - -
Reindeer coat
Nú eru tveggja vikna „workshop“ í Rovaniemi, Lapplandi, lokið. Við vorum sett í tveggja manna hóp og fengum þrjá og hálfan dag til að hanna og sauma flík úr hreindýraleðri. Ég og finnska vinkona mín Solja hönnuðum tveggja stykkja kápu, sem er hægt að klæðast saman eða í sundur. Við unnum með umhverfisvænt leður og var hugmyndin að nýta allt leðrið sem við gerðum. Þetta var áhugavert verkefni, þrátt fyrir mjög takmarkaðan tíma og var svoldið erfitt að skilja kápuna eftir úti, en mun hún koma til Íslands eftir einhverja mánuði. Ég var svo heppin að hafa hana Aldísi með mér úti og fékk að smella nokkrum myndum af henni í kápunni áður en ég kvaddi hana (kápuna). :)
- - - - -
Lappland #2
Við ferðuðumst til Inari sem er staðsett efst á norður Finnlandi, þar fengum við að kynnast menningarheimi Samara sem var áhugavert. Ég er búin að borða mikið af hreindýrakjöti, á pizzu, í lasagna, í pastarétti ... Þetta hefur verið áhugaverð ferð, hef kynnst mörgu skrítnu, ólíkum menningarheimi, farið í margar gufur og notið þess að vera í fríi án internet. Næst Helsinki!
- - - - -
Föstudagur
Tískusýningin var haldin í Hörpunni í gær við góðar viðtökur. Það verður gaman að sjá myndir frá kvöldinu en ég sjálf var of upptekin að græja á bakvið til að geta tekið myndir.
Ég er mjög spennt fyrir næstu vikum þar sem ég er á leið til Rovaniemi í Finnlandi á vegum skólans að taka þátt í „workshop“ sem tengist meðhöndlun á hreindýraleðri í fatahönnun. Það verður mikil reynsla og gaman að fá þetta tækifæri.
- - - - -
Winter Wonder
Það var mjög endurnærandi að komast uppí sveit um Páskana. Umhverfið í kringum bústaðinn var allt hvítt, ósnert og fallegt. Bróðir minn er mikill kokkur og eldaði hann fyrir okkur Coq au vin (hægeldaður kjúlli í rauðvíni) sem ég var að smakka í fyrsta skipti og bragðaðist mjög vel, ummm.
Hafið það gott þessa síðustu daga Páskafrísins.
- - - - -
Gunnarsdætur
Við systurnar höfum mikinn áhuga á fallegum pósterum og hefur okkur þótt erfitt að finna slík hér á landi. Við ákvöðum því að starta litlu systra „company“ og fara að hanna litrík og falleg póster. Þetta er enn á frumstigi en fyrsti pósterinn er kominn uppá vegg og fullt af skemmtilegum hugmyndum komnar á blað.
Áhugasamir endilega sendið mér skilaboð hér!
- - - - -
Uppáhalds
Sítrónukökuna hef ég áður talað um en hún er algjör dásemd og í miklu uppáhaldi. Þrátt fyrir að kakan sé sæt á bragðið og minnir á vorið, finnst mér hún líka passa vel við páskana. Ég er algjör sökker fyrir allt sem inniheldur sítrónu og fyrir áhugasama mæli ég líka með lemon pie bar.
- - - - -
Wells Blog
Duis mollis, est non commodo luctus, nisi erat porttitor ligula, eget lacinia odio sem nec elit. Maecenas faucibus mollis interdum. Nulla vitae elit libero, a pharetra augue.