Föstudagur
Tískusýningin var haldin í Hörpunni í gær við góðar viðtökur. Það verður gaman að sjá myndir frá kvöldinu en ég sjálf var of upptekin að græja á bakvið til að geta tekið myndir.
Ég er mjög spennt fyrir næstu vikum þar sem ég er á leið til Rovaniemi í Finnlandi á vegum skólans að taka þátt í „workshop“ sem tengist meðhöndlun á hreindýraleðri í fatahönnun. Það verður mikil reynsla og gaman að fá þetta tækifæri.
- - - - -