Friday
Klukkan er rétt yfir átta, morgunsólin skín og sit ég með heitan bolla á kaffihúsi Iðu Zimsen í Tryggvagötu. Í gær fór ég á nokkra mjög áhugaverða fyrirlestra á Designers Talk og endaði daginn á flottri tískusýningu nema á öðru ári í fatahönnun LHÍ. Ég er rosalega ánægð með viðburði Hönnunarmars í ár og finnst alveg frábært að sjá aukningu sýninga tengda fatahönnun ár hvert! Klárlega besta hátíðin hingað til. Hér eru nokkrir föstudags tónar til að byrja helgina með trompi. Eigið góðan dag!
It's eight a'clock in the morning, the morning sun is shining and I'm enjoying a warm cup of coffee at my favorite coffee house in Reykjavík, Iða Zimsen. Designers March this year is very exciting and a lot of good events that I'm not going to miss. Here are some good friday tunes to get a good start of the weekend! Have a nice day!
- - - - -
Next days..
Sólin hefur lítið látið sjá sig síðustu vikurnar, það er kallt og blautt úti. Sem betur fer hef ég verið á fullu í skólanum og lítið verið hægt að huga að öðru.
Nú eru spennandi dagar framundan - Hönnunarmars! Fyrirlestradagar hjá áhugaverðu fólki eins og Calvin Klein, Mikael Schiller stofnanda Acne, Robert Wong listrænn stjórnandi hjá Google ... og Reykjavík Fashion Festival næstkomandi laugardag.
Einnig eru fullt af skemmtilegum viðburðum sem kostar ekkert inná og mæli ég með því að sem flestir rölti um bæinn og njóti. Það sem ég er mjög spennt fyrir er t.d. fyrirlestur um sjálfbærni í tískuiðnaði, samstarf Aurum og Textíldeild Myndlistaskólans: Aurum í textíl, verður gaman að sjá nýju línu Hildar Yeoman: Yulia, Íslenskir fatahönnuðir og tónlistarmenn sameina krafta sína í verkinu MUSES á Kex Hostel, sjá fyrstu undirfatalínu Mulier sem er nýtt fatahönnunar teymi, kíkja á myndlistasýninguna Línur í Hörpu, sjá tískusýningu annars árs nema á fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands.....
- - - - -
Sunnudagur
Hagl & sól til skiptis á fallegum sunnudegi. Hafið það gott í dag!
Hailstone and sun alternately on a beautiful Sunday! Have a nice day!
- - - - -
Humans of Reykjavík
“The concept of the video is to see a portrait come to life and reveal a persona without the use of words. What makes us human is a question that calls for self-reflection as well as appreciation and acceptance of others.”
Frábært!
- - - - -
Til hamingju með daginn!
Það er svo fallegt og skemmtilegt hvað menningarheimarnir eru ólíkir.
Hér eru nokkrar myndir af fallegum konum í tilefni dagsins.
Myndirnar: pinterest
- - - - -
París - Reykjavík
Jæja þá kveðjum við vorið og höldum heim í veturinn..
Sjáumst heima!
- - - - -
Ultramod
Það er endalaust hægt að finna fleirri eldgamlar saumabúðir hér í París. Mér finnst þær svo sjarmerandi, fullhlaðnar af sniðugu dóti. Það er endalaust hægt að gramsa og skoða. Þetta er líka góður staður til að fá nýjar hugmyndir.
Búðin Ultramod er staðsett sitthvoru megin við götuna rue de Choiseul, hús nr. 2 og 3 í 2. hverfi.
p.s. ég afsaka myndagæðin, tók þær af símanum mínum.
- - - - -
Yazbukey
Nú er sex vikna starfsnámi hjá Yazbukey að ljúka og eiginlega ótrúlegt að það styttist í heimkomu. Ég er búin að vera mjög ánægð með tímann minn hér og gaman að fá tækifæri til að kynnast París betur. Í gær var sýningardagur hjá Yazbukey og gekk allt rosa vel. Það var standandi show í rúma fjóra tíma þar sem dansarar sýndu nýjustu línu hennar AW14. Innblásturinn fékk Yaz frá heimalandi sínu, Tyrklandi. Það er gaman að segja frá því að ég fékk það skemmtilega verkefni að sjá um að útfæra og sauma búningana á flesta karakterana.
- - - - -
Sunnudagur/Dimanche
Sunnudagar í París eru mjög ljúfir. Þá er allt lokað nema kaffihús og markaðir. Göturnar lifna við og tónlistarfólk skemmta gangandi fólki. Þetta er fullkominn dagur til að labba um fallega borgina og setjast á kaffihús með góðum vinum.
- - - - -
PARIS
Síðustu daga hefur ringt mikið sem er ekki beint hentugt fyrir tískuvikuna. Pollar í öðru hverju skrefi og grátt yfir öllu. Það er samt þörf á reglulegri rigningu hér í París því frakkar eru ekki þeir duglegustu að þrífa upp skítinn eftir hundana sína. Ég hef lært á tíma mínum hér úti að fylgjast með hverju skrefi, það væri hræðilegt að stíga í einn stórann og þurfa svo að anga alla leiðina heim í lestinni.
Ég vona svo innilega að ég fái nokkra sólardaga áður en ég held aftur heim í næstu viku.
- - - - -
Gulur, rauður, grænn..
Ég laðast mjög að litum og spái mikið í skemmtilega litatóna í umhverfinu. Ég var að fara í gegnum símann minn í dag og tók þá eftir því að ég er búin að taka ansi margar myndir af skemmtilegum litatónum hér í París. Það er gaman að raða saman myndunum. Fyrir síðasta skólaverkefni mitt var ég að stúdera litatóna sem ég hafði gaman af, svo kannski situr þetta bara enn svo fast í mér.
- - - - -
Sharon Wauchob AW14
Ég fór á flotta tískusýningu hjá írska fatahönnuðinum Sharon Wauchob í dag. Sýningin var haldin í sal á Hotel Westin sem er staðsett í fyrsta hvefi. Það eitt að koma inní fallegan gull skreyttan sal með stærðarinnar ljósakrónum var skemmtileg upplifun. Fötin voru heldur ekki af verri kantinum og einkenndist línan af fallegum bróderingum, rómantískum blúndum og rokkuðum rollufeldi. Skemmtileg blanda.
- - - - -
Wells Blog
Duis mollis, est non commodo luctus, nisi erat porttitor ligula, eget lacinia odio sem nec elit. Maecenas faucibus mollis interdum. Nulla vitae elit libero, a pharetra augue.