Next days..
Sólin hefur lítið látið sjá sig síðustu vikurnar, það er kallt og blautt úti. Sem betur fer hef ég verið á fullu í skólanum og lítið verið hægt að huga að öðru.
Nú eru spennandi dagar framundan - Hönnunarmars! Fyrirlestradagar hjá áhugaverðu fólki eins og Calvin Klein, Mikael Schiller stofnanda Acne, Robert Wong listrænn stjórnandi hjá Google ... og Reykjavík Fashion Festival næstkomandi laugardag.
Einnig eru fullt af skemmtilegum viðburðum sem kostar ekkert inná og mæli ég með því að sem flestir rölti um bæinn og njóti. Það sem ég er mjög spennt fyrir er t.d. fyrirlestur um sjálfbærni í tískuiðnaði, samstarf Aurum og Textíldeild Myndlistaskólans: Aurum í textíl, verður gaman að sjá nýju línu Hildar Yeoman: Yulia, Íslenskir fatahönnuðir og tónlistarmenn sameina krafta sína í verkinu MUSES á Kex Hostel, sjá fyrstu undirfatalínu Mulier sem er nýtt fatahönnunar teymi, kíkja á myndlistasýninguna Línur í Hörpu, sjá tískusýningu annars árs nema á fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands.....
- - - - -