PARIS

image.jpg
image.jpg
image.jpg
parisfashion14.jpg

Síðustu daga hefur ringt mikið sem er ekki beint hentugt fyrir tískuvikuna. Pollar í öðru hverju skrefi og grátt yfir öllu. Það er samt þörf á reglulegri rigningu hér í París því frakkar eru ekki þeir duglegustu að þrífa upp skítinn eftir hundana sína. Ég hef lært á tíma mínum hér úti að fylgjast með hverju skrefi, það væri hræðilegt að stíga í einn stórann og þurfa svo að anga alla leiðina heim í lestinni. 

Ég vona svo innilega að ég fái nokkra sólardaga áður en ég held aftur heim í næstu viku.

- - - - -

Previous
Previous

Sunnudagur/Dimanche

Next
Next

Gulur, rauður, grænn..