Bjorg Gunnarsdottir Bjorg Gunnarsdottir

Flacons de perfume

Það er lengi hægt að uppgötva nýjar og spennandi búðir hér í París. Mér finnst eiginlega hræðilegt að það séu bara tíu dagar í heimkomu! Tískuvikan byrjaði í gær og því mikið líf í bænum. Flestar sýningarnar eru fyrripart dagsins og eftirpartý og samkomur á kvöldin. Ég veit ekki enn hvort ég verði svo heppin að komast á fleirri sýningar en tvær, því sýningin hjá Yaz Bukey (sú sem ég vinn fyrir) er í lok tískuvikunnar og mikil vinna framundan. Ég hef verið að vinna mikið í undirbúningnum fyrir sýninguna og verður spennandi að sjá alla vinnuna tilbúna uppá sviði næstkomandi mánudag.

image.jpg

Belle de Jour er falleg búð sem selur gömul ilmvatnsglös. Hún er staðsett í Montmarte á götu sem heitir Rue Tradieu, fyrir neðan Secre Coeure. Ég hef lengi dreymt um að eiga svona ilmvatnsglas og ákvað ég því að skella mér á eitt stykki. 

7 rue Tradieu, 18.hverfi

image.jpg
image.jpg
image.jpg

- - - - -

Read More
Bjorg Gunnarsdottir Bjorg Gunnarsdottir

Götumarkaðir í París

market_.jpg
market5.jpg
market4.jpg
markaður.jpeg
market7.jpg

Ég gæti vel vanist lífinu í París. Hér birtast útimarkaðir á götum borgarinnar nánast á hverjum degi. Það væri auðveldlega hægt að stunda markaðina og safna uppí fallegt bú. Það er svo mikill munur á mörkuðunum hér úti og heima, hér eru virkilega flottir hlutir til sölu á ekki svo mikinn pening. Stundum, bara stundum vildi ég svo mikið að litla Ísland væri ekki svona ung þjóð.

Hér erum erum við stelpurnar á götumarkaði á Belleville Boulevard, trés jolie!

- - - - -

Read More
Bjorg Gunnarsdottir Bjorg Gunnarsdottir

Père Lachaise

PèreLachaise.jpg
PèreLachaise_.jpg
PèreLachaise2.jpg
PèreLachaise20.jpg

Það var skemmtileg upplifun að labba um Père Lachaise kirkjugarð Parísar. Lítil grafarhús á stærð við símaklefa uppröðuð óreglulega á ójafnri jörðu gerða garðinn líflegan. Jim Morrison, Oscar Wilde, Édith Piaf og fleirri frægir einstaklingar hvíla þar. Mér finnst mjög gaman að heimsækja kirkjugarða og get ég sagt að þessi er einn af þeim fallegustu sem ég hef séð hingað til.

Kirkjugarðurinn er staðsettur í 20 hvefi.

- - - - -

Read More
Bjorg Gunnarsdottir Bjorg Gunnarsdottir

Vor í París

image.jpg
image.jpg

Veðrið í París er búið að vera æðisslegt síðustu daga. Ég er búin að vera mikið að sendast fyrir vinnuna sem er ekki leiðinlegt þegar sólin skín og mikið líf á götunum.

- - - - -

Read More
Bjorg Gunnarsdottir Bjorg Gunnarsdottir

La Droguerie

ladroguerie.jpg
fabricstore.jpg

Ég er alveg heilluð af öllum efna og saumabúðunum sem eru hér í París. Það vill svo heppilega til að ég eyði mörgum stundum á dag að skjótast hingað og þangað til að finna hluti fyrir Yaz sem ég vinn fyrir. Ég fæ þá tækifæri til að kynnast búðunum og borginni betur.

Ég er búin að búa mér til lítinn lista yfir þær búðir sem eru í uppáhaldi. Hér ætla ég að deila þeim með ykkur. Sú fyrsta La Droguerie, sem er staðsett niður í bæ rétt hjá Les Halles á götu sem heitir rue du Jour, 9-11.

- - - - -

Read More
Bjorg Gunnarsdottir Bjorg Gunnarsdottir

Streets of París

door.jpg
image (97).jpeg
notredame.jpg

Það er endalaust hægt að njóta þess að labba um fallegu París.

Á öðru hverju götuhorni sér maður eitthvað nýtt og skemmtilegt. Mismunandi hverfi og menningarheimar gera borgina fjölbreytilega. Mér finnst alveg frábært að fá þetta tækifæri til að kynnast borginni betur og gera hana að kunnulegri áfangastað.

- - - - -

Read More
Bjorg Gunnarsdottir Bjorg Gunnarsdottir

Design et Nature

designetnature.jpg
designetnature2.jpg
designetnature3.jpg

Ég hef gengið framhjá nokkrum búðum eins og þessarri sem selja uppstoppuð dýr. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um svona búðir. Þrátt fyrir að hafa mikinn áhuga á fallegum dýrum og skordýrum, þá finnst mér einhvern veginn svo skrítið að sjá þau svona uppröðuð í litlu rými. Ég fékk alveg smá hroll að labba um búðina og þá sérstaklega þegar það var búið að blanda tveimur dýrum í eitthverja furðuveru. Apaköttur með vængi var meðal þeirra og einnig kanína með horn.  Þrátt fyrir hrollinn þá fannst mér merkilegt að sjá þessa búð og komast svona nálægt dýrunum til að skoða þau með berum augum. Það væri alveg gaman að eignast eins og eitt fallegt fiðrildi eða skordýr uppá vegg eða jafnvel fallegan fugl. 

4 Rue Aboukir, 75002 Paris

- - - - -

Read More
Bjorg Gunnarsdottir Bjorg Gunnarsdottir

Shakespeare and Company

shakespearco.jpg
shakespearco2.jpg
shakespearco3.jpg

Þessi litla krúttlega bókabúð var stofnuð 1951 af Amerískum manni sem hafði flutt til Parísar með gott safn af enskum bókum. Það er sérstakur andi yfir búðinni og er hvert einasta rými vel nýtt fyrir gamlar sem nýjar bækur. Það er mjög gaman að kíkja við og næla sér jafnvel í góða bók áður en haldið er áfram að rölta um fallega hverfið sem 5. svæðið hefur uppá að bjóða. 

37 rue de la Bûcherie, í 5.hverfi.

- - - - -

Read More
Bjorg Gunnarsdottir Bjorg Gunnarsdottir

Góður gestur

image (79).jpeg
photo (20).JPG
image (72).jpeg

Það var gaman að fá hana Hildi í heimsókn, við áttum mjög góða helgi, skoðuðum borgina, drukkum vín og fengum okkur fallegar makkarónur hjá Laudrée. C'est magnifique!

- - - - -

Read More
Bjorg Gunnarsdottir Bjorg Gunnarsdottir

Odette cafe í 5.hverfi

image (75).jpeg
image (74).jpeg
cafeodette.jpg

Odette bjóða uppá fallegar vatnsdeigsbollur fylltar mismunandi fyllingum í öllum regnboganslitum. Ég valdi mér sítrónu bollu með kaffinu mínu. Trés bien!

77 Rue Galande - rétt hjá Notre Dame.

- - - - -

Read More
Bjorg Gunnarsdottir Bjorg Gunnarsdottir

Aujourd'hui

image (53).jpeg
image (82).jpeg
image (69).jpeg
image (50).jpeg

Götur Parísar eru fullar af skemmtilegum týpum, fallegum húsum og litríkum blómum. 

Je t'aime París!

- - - - - 

Read More
Bjorg Gunnarsdottir Bjorg Gunnarsdottir

Efnagötur hjá Sacre Coeur

 

sc.jpg
efnagatan.jpg

Rétt fyrir neðan Sacre Coeur eru litlar götur stútfullar af efnabúðum með algjörum gersemum. Ég uppgötvaði um daginn hversu stutt ég byggi frá Sacre Coeur svo nú hef ég lagt leið mína um efnagöturnar dag eftir dag til að erindast fyrir vinnuna og láta mig dreyma.

- - - - - 

Read More

Wells Blog

Duis mollis, est non commodo luctus, nisi erat porttitor ligula, eget lacinia odio sem nec elit. Maecenas faucibus mollis interdum. Nulla vitae elit libero, a pharetra augue.


Featured Posts