Design et Nature
Ég hef gengið framhjá nokkrum búðum eins og þessarri sem selja uppstoppuð dýr. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um svona búðir. Þrátt fyrir að hafa mikinn áhuga á fallegum dýrum og skordýrum, þá finnst mér einhvern veginn svo skrítið að sjá þau svona uppröðuð í litlu rými. Ég fékk alveg smá hroll að labba um búðina og þá sérstaklega þegar það var búið að blanda tveimur dýrum í eitthverja furðuveru. Apaköttur með vængi var meðal þeirra og einnig kanína með horn. Þrátt fyrir hrollinn þá fannst mér merkilegt að sjá þessa búð og komast svona nálægt dýrunum til að skoða þau með berum augum. Það væri alveg gaman að eignast eins og eitt fallegt fiðrildi eða skordýr uppá vegg eða jafnvel fallegan fugl.
4 Rue Aboukir, 75002 Paris
- - - - -