One meter
Skólinn er kominn á fullt og byrjar skólaárið á mjög skemmtilegum kúrs þar sem við erum að gera tilraunir með fleti og metersband. Þetta er aðferð sem meistari Marchel Duchamp bjó til árið 1913 þar sem hann var að nota „readymade“ hluti til að tákna eitthvað allt annað og var hann fyrstur til að gera slíkt. Eitt af því sem hann tók fyrir var meterinn og gerði hann verk þar sem hann bjó til nýtt form til að lýsa meter. Það er voða erfitt að útskýra þetta betur en mér finnst þessar myndir sem ég tók af minni útfærslu skemmtilegar, það er einhvað svo mikil ró og mýkt í myndunum, nánast eins og þetta sé tekið undir vatni. (getið ýtt á myndina til að sjá fleirri útfærslur)
- - - - -
Work in progress
Við systurnar erum á lokasprettinum með barnabókina sem við erum að setja upp fyrir Brandenburg, búið að vera mikil vinna, enda 90 blaðsíðna bók, en mjög skemmtileg vinna. Sumarið leið rosa hratt, skólinn byrjar á fullu á mánudaginn og stanslausir rigningardagar láta okkur vita að haustið er komið. Mikki krútt verður bara skemmtilegri með hverjum deginum, ég vakna við hann á hverjum morgni þar sem hann vill sitt knús ... síðasta myndin lýsir honum vel!
Hafið það gott um helgina!
- - - - -
Miðvikudagur
Agúst er búinn að vera fullur af verkefnum, brúðarkjólum, fjölskyldu afmælum og veislum. Get seint kvartað :)
- - - - -
Sunnudagur
Ég er langt komin á leið með brúðarkjól Stellu, stefni á að skila honum af mér á morgun. Það verður góð tilfining. Það getur verið svoldið erfitt að vera kettlingur í kringum allan þennan sníðapappír og tvinnakeflin ... Mikki er að missa sig í gleðinni. Það er ótrúlegt að það séu liðnir 4 mánuðir frá því ég fekk þetta krútt í líf mitt. <3
Ég fór í Portið á laugardaginn og keypti mér þennan fallega silfur bolla í safnið mitt. Mæli með þessarri vintage búð sem er opin alla laugardaga, hún er staðsett í Kóparvogi/Nýbílaveg. Ég sakna mjög Fríðu Frænku og er þessi búð á góðri leið að verða mín "nýja" uppáhalds. :)
- - - - -
Fimmtudagur
Ágúst mánuður byrjaði með stæl, sveitabrúðkaup og mikil hamingja. Næst þrítugs afmæli minnar bestu/Hildar og brúðkaup Hrafn & Stellu. Get ekki beðið um betra! Læt eina mynd af honum Mikka fylgja, hann er orðinn svo stór <3
- - - - -
Þriðjudagur
Þá er annar brúðarkjóllinn tilbúinn og fékk ég gæsahúð niður að tám að sjá hana Helgu mína í dressinu. Ótrúlega góð tilfining. :) Mikki greiið þurfti að dúsa inní herbergi á meðan kjóllinn var saumaður þar sem hann var svo æstur í silkið, kostaði okkur eitt gat á efnið (sem var betur fer hægt að sníða fram hjá), svo það var ekkert annað í stöðunni en að halda honum inní herbergi. Hann er ekkert smá sáttur að vera kominn aftur með ríkidæmið sitt. :)
- - - - -
Mánudagur
Það er einstök tilfining sem fylgir því að vinna að brúðarkjól einhvers sem er mjög nákomin manni. Ég er svo heppin að fá að gera tvo slíka í sumar. Tilfiningin er mjög sérstök og get ég ekki beðið eftir því að dagarnir renni upp! Það eru tvær vikur á milli brúðkaupanna og erum við vinkonurnar úr klæðskeranum langt komnar með kjól Helgu, enda brúðkaup þeirra Helgu og Ella á laugardag. Hitt brúðkaupið er um miðjan ágúst og er það Hrafn bróðir og Stella sem gifta sig (fæ fiðring í magan að skrifa þetta). Ásamt því að vera að vinna að þessum fallegu kjólum erum við systurnar að teikna barnabók. Þetta er allt rosa skemmtilegt og get ég seint kvartað þrátt fyrir að vera að vinna frá morgni til kvölds. :)
- - - - -
Sunday
Sumarið er búið að vera gott, fullt af skemmtilegum verkefnum og nóg að gera. Ég er komin langt með grunnvinnuna fyrir brúðarkjólinn og bíð spennt eftir fallega silkinu sem er á leið yfir hafið frá New York. Á föstudaginn fengum við bekkjarsysturnar snillinginn Sögu Sigurðar til að mynda fötin okkar frá annars árs sýningunni, þetta lúkkaði mjög flott og spennandi að sjá útkomuna. Við systurnar erum svo að taka að okkur að teikna barnabók, sem er brjáluð vinna en mjög skemmtilegt verkefni. Segi ykkur betur frá því seinna.
- - - - -
Miðvikudagur
Það er búið að hressa örlítið uppá Húsdýragarðinn en samt enn mjög langt í land. Ég sé það fyrir mér sem mjög skemmtilegt verkefni að fá að endurskipuleggja garðinn, það er svo margt sem hægt væri að gera betur. Ég smellti nokkrum myndum af dýrunum og læt blóm úr garðinum hennar mömmu fylgja með.
- - - - -
Monday
Tölvan komin í hús og hendin öll að koma til, jeii!
Ég fór í Góða Hirðinn í dag og fékk að upplifa brjálæðið sem fylgir opnun á hverjum degi. Það var löng röð eftir húsinu og fólk órólegt að bíða eftir opnun. Konan fyrir aftan mig sagði við mig 4 sinnum, klukkan mín er 12, klukkan mín er 12 ... svo var hlaupið þegar inn var komið! Mér leið eins og eitthvað stórfenglegt væri þarna inni ... ekki var svo. :)
Ég keypti mér risa korktöflu, fallegan disk og lítið straubretti til að strauja ermar, snilldar kaup!
- - - - -
Thursday
Ég fór með tölvuna mína í viðgerð um daginn og hef því ekkert getað póstað í góða viku. Þetta er búin að vera skrítin tökvulaus vika, var bitin af ketti (ekki honum Mikka) sem endaði með sprautu og sýkingu svo að þrátt fyrir að tölvan væri ekki til staðar þá var ég gjörsamlega handlama og gat lítið gert. Tímanum var því eytt í lestur sem var ágæt tilbreyting. Vonandi fæ ég tölvuna á morgun súperhressa og tilbúna í vinnu næsta mánaðar þar sem ég er að vinna að mjög spennandi verkefni. Segi betur frá því seinna. - - - - -
Hvíti kjóllinn
Það er alltaf jafn spennandi að fá að taka þátt í að gera góðan dag betri með fallegum kjól. Nú fæ ég þann heiður að gera brúðarkjól á mákonu mína. Einn og hálfur mánuður í daginn og hugmyndavinna og efnaval farið á fullt. Ég er að deyja úr spenningi!
It is always a good feeling to be able to make a special day even better with a beautiful dress. My brother is getting married this august and I will be making the wedding dress for my sister-in-law. We just started sketching some ideas and looking for fabrics, it is so exciting!
- - - - -
Kál í bæinn
Stundum vildi ég óska þess að ég byggi í sveitinni og ræktaði allt mitt sjálf. Það er svo nærandi að komast í burtu frá bænum, þótt það sé ekki nema í einn dag. Ég mæli með Flúðum!
Sometimes I wished I lived in the countryside, where I could grow my own food. It is very nutritious to get away from the city, even though it is only for a day. I can recommend Flúðir for everyone to visit!
- - - - -
Flúðir
Það er æðisslegt að fara á Flúðir, þar rétt fyrir utan er elsta laug landsins Gamla laugin eða Secret Lagoon eins og hún er kölluð og fullt af fallegum garðhúsum stútfullum af grænmeti. Einnig er sjálfsafgreiðsla þar sem hægt er að næla sér í ljúfenga tómata og grænt með í bæinn. Það er alls ekki langt að fara eða um 1 & 1/2 tími í þessa náttúruperlu.
Yesterday I went to Flúðir, only 1 1/2 hours away from Reykjavík. There you can find the oldest pool in Iceland, called Secret Lagoon as well as many glasshouses filled with vegetables. There is also a self-served glasshouse where you can find good greens to buy. I really like this place!
- - - - -
Hraðastaðir í Mosó
Við kíktum á Hraðastaðir í Mosfellsveit sem er æðislegur sveitabær með litlum dýrum. Mikki minn er nú orðinn 10 vikna frekjurass, sem vill stjórna mömmu sinni. :)
Hér má kíkja á gamla færslu um Haðastaðir
I went to Hraðastaðir in Mosfellsveit this weekend. It is a small farm where you can visit cute domestic animals. My cute cat Mikki just turned 10 weeks today, he started to have a lot of opinions this last week and wants to control his mum (me). :)
- - - - -
Friday
Mér líður svoldið eins og þessu hundkrútti hér að ofan. Ég var vöknuð rétt yfir 5 í morgun þar sem ég er með tvo litla frændur í pössun yfir helgina. Ég er ekki alveg vön þessarri rútínu (spurning hvort maður verði það einhverntíman) en það er voða notalegt að vakna og kúra með glöðum krúttum. Þessa dagana er ég að aðstoða við uppsetningu á 100 ára afmælissýningu í þjóðminjasafninu. Nú er vika í opnun og allt að gerast! Þetta verður rosalega flott sýning og mæli ég með því að allir kíki við. :)
Hafið það gott um helgina!
- - - - -
Wells Blog
Duis mollis, est non commodo luctus, nisi erat porttitor ligula, eget lacinia odio sem nec elit. Maecenas faucibus mollis interdum. Nulla vitae elit libero, a pharetra augue.