One meter

Skólinn er kominn á fullt og byrjar skólaárið á mjög skemmtilegum kúrs þar sem við erum að gera tilraunir með fleti og metersband. Þetta er aðferð sem meistari Marchel Duchamp bjó til árið 1913 þar sem hann var að nota „readymade“ hluti til að tákna eitthvað allt annað og var hann fyrstur til að gera slíkt. Eitt af því sem hann tók fyrir var meterinn og gerði hann verk þar sem hann bjó til nýtt form til að lýsa meter. Það er voða erfitt að útskýra þetta betur en mér finnst þessar myndir sem ég tók af minni útfærslu skemmtilegar, það er einhvað svo mikil ró og mýkt í myndunum, nánast eins og þetta sé tekið undir vatni. (getið ýtt á myndina til að sjá fleirri útfærslur)

- - - - - 

Previous
Previous

September

Next
Next

At home