Work in progress
Við systurnar erum á lokasprettinum með barnabókina sem við erum að setja upp fyrir Brandenburg, búið að vera mikil vinna, enda 90 blaðsíðna bók, en mjög skemmtileg vinna. Sumarið leið rosa hratt, skólinn byrjar á fullu á mánudaginn og stanslausir rigningardagar láta okkur vita að haustið er komið. Mikki krútt verður bara skemmtilegri með hverjum deginum, ég vakna við hann á hverjum morgni þar sem hann vill sitt knús ... síðasta myndin lýsir honum vel!
Hafið það gott um helgina!
- - - - -