Sunnudagur
Ég er langt komin á leið með brúðarkjól Stellu, stefni á að skila honum af mér á morgun. Það verður góð tilfining. Það getur verið svoldið erfitt að vera kettlingur í kringum allan þennan sníðapappír og tvinnakeflin ... Mikki er að missa sig í gleðinni. Það er ótrúlegt að það séu liðnir 4 mánuðir frá því ég fekk þetta krútt í líf mitt. <3
Ég fór í Portið á laugardaginn og keypti mér þennan fallega silfur bolla í safnið mitt. Mæli með þessarri vintage búð sem er opin alla laugardaga, hún er staðsett í Kóparvogi/Nýbílaveg. Ég sakna mjög Fríðu Frænku og er þessi búð á góðri leið að verða mín "nýja" uppáhalds. :)
- - - - -