wedding, studio Bjorg Gunnarsdottir wedding, studio Bjorg Gunnarsdottir

Forrest green

Ég er mjög glöð með litavalið á brúðardressinu sem ég gerði fyrir nokkrum vikum. Þessi fallegi flösku græni er einn af mínum uppáhalds litum og tók brúðurin sig vel út í dressinu.

I was really happy that we decided to go for forrest green for the wedding outfit I made few weeks ago. This color is one of my favorite and she looked so beautiful in it. 

- - - - -

Read More
wedding, summer, Mikki Bjorg Gunnarsdottir wedding, summer, Mikki Bjorg Gunnarsdottir

Sunnudagur

nyrbolli_bjorggunnars.jpg

Ég er langt komin á leið með brúðarkjól Stellu, stefni á að skila honum af mér á morgun. Það verður góð tilfining. Það getur verið svoldið erfitt að vera kettlingur í kringum allan þennan sníðapappír og tvinnakeflin ... Mikki er að missa sig í gleðinni. Það er ótrúlegt að það séu liðnir 4 mánuðir frá því ég fekk þetta krútt í líf mitt. <3

Ég fór í Portið á laugardaginn og keypti mér þennan fallega silfur bolla í safnið mitt. Mæli með þessarri vintage búð sem er opin alla laugardaga, hún er staðsett í Kóparvogi/Nýbílaveg. Ég sakna mjög Fríðu Frænku og er þessi búð á góðri leið að verða mín "nýja" uppáhalds. :)

- - - - -

Read More
wedding, summer Bjorg Gunnarsdottir wedding, summer Bjorg Gunnarsdottir

Fimmtudagur

Ágúst mánuður byrjaði með stæl, sveitabrúðkaup og mikil hamingja. Næst þrítugs afmæli minnar bestu/Hildar og brúðkaup Hrafn & Stellu. Get ekki beðið um betra! Læt eina mynd af honum Mikka fylgja, hann er orðinn svo stór <3

- - - - -

Read More
wedding, summer Bjorg Gunnarsdottir wedding, summer Bjorg Gunnarsdottir

Þriðjudagur

Þá er annar brúðarkjóllinn tilbúinn og fékk ég gæsahúð niður að tám að sjá hana Helgu mína í dressinu. Ótrúlega góð tilfining. :) Mikki greiið þurfti að dúsa inní herbergi á meðan kjóllinn var saumaður þar sem hann var svo æstur í silkið, kostaði okkur eitt gat á efnið (sem var betur fer hægt að sníða fram hjá), svo það var ekkert annað í stöðunni en að halda honum inní herbergi. Hann er ekkert smá sáttur að vera kominn aftur með ríkidæmið sitt. :)

- - - - -

Read More
project, summer, wedding Bjorg Gunnarsdottir project, summer, wedding Bjorg Gunnarsdottir

Mánudagur

corselette.jpg

Það er einstök tilfining sem fylgir því að vinna að brúðarkjól einhvers sem er mjög nákomin manni. Ég er svo heppin að fá að gera tvo slíka í sumar. Tilfiningin er mjög sérstök og get ég ekki beðið eftir því að dagarnir renni upp! Það eru tvær vikur á milli brúðkaupanna og erum við vinkonurnar úr klæðskeranum langt komnar með kjól Helgu, enda brúðkaup þeirra Helgu og Ella á laugardag. Hitt brúðkaupið er um miðjan ágúst og er það Hrafn bróðir og Stella sem gifta sig (fæ fiðring í magan að skrifa þetta). Ásamt því að vera að vinna að þessum fallegu kjólum erum við systurnar að teikna barnabók. Þetta er allt rosa skemmtilegt og get ég seint kvartað þrátt fyrir að vera að vinna frá morgni til kvölds. :) 

- - - - -

Read More

Wells Blog

Duis mollis, est non commodo luctus, nisi erat porttitor ligula, eget lacinia odio sem nec elit. Maecenas faucibus mollis interdum. Nulla vitae elit libero, a pharetra augue.


Featured Posts