Friday
Mér líður svoldið eins og þessu hundkrútti hér að ofan. Ég var vöknuð rétt yfir 5 í morgun þar sem ég er með tvo litla frændur í pössun yfir helgina. Ég er ekki alveg vön þessarri rútínu (spurning hvort maður verði það einhverntíman) en það er voða notalegt að vakna og kúra með glöðum krúttum. Þessa dagana er ég að aðstoða við uppsetningu á 100 ára afmælissýningu í þjóðminjasafninu. Nú er vika í opnun og allt að gerast! Þetta verður rosalega flott sýning og mæli ég með því að allir kíki við. :)
Hafið það gott um helgina!
- - - - -