Sunday
Sumarið er búið að vera gott, fullt af skemmtilegum verkefnum og nóg að gera. Ég er komin langt með grunnvinnuna fyrir brúðarkjólinn og bíð spennt eftir fallega silkinu sem er á leið yfir hafið frá New York. Á föstudaginn fengum við bekkjarsysturnar snillinginn Sögu Sigurðar til að mynda fötin okkar frá annars árs sýningunni, þetta lúkkaði mjög flott og spennandi að sjá útkomuna. Við systurnar erum svo að taka að okkur að teikna barnabók, sem er brjáluð vinna en mjög skemmtilegt verkefni. Segi ykkur betur frá því seinna.
- - - - -