Art Friday - CJ Henny
CJ Henny er fáranlega hæfinleikaríkur teiknari. Hún handteiknar þessar stóru myndir með blekpennum, og segist hún nota ca. 40 penna fyrir stóra mynd. Mæli með því að fylgja henni á Instagram.
- - - - -
Lokalínan
Farin að sakna skólans og stelpnanna.. búin að vera frá síðustu vikurnar og ekki getað stundað skólann að fullu. Nú er kvikmyndin sem ég er að vinna í að klárast, búin að læra fullt og spennt að fara sökkva mér aftur í lokaverkefnið. Myndin hér að ofan lýsir vel stemmningunni á vinnustofunni.
- - - - -
Síðustu dagar
Nú er skólinn byrjaður aftur, síðasta önnin! Ótrúlegt! Ég er einnig að vinna þessa dagana þar sem ég fékk vinnu að sjá um búninga fyrir kvikmynd ... mjög spennandi verkefni.
- - - - -
Gleðilegt nýtt ár!
Ég hef góða tilfiningu fyrir árinu 2016. Árið byrjaði vel með nýrri vinnu sem ég er sjúklega spennt fyrir. Segi ykkur betur frá því seinna :) Mikki krútt er eins og skugginn minn frá því hann kom aftur heim, hefur engan áhuga að fara út og vill bara knús allan daginn. Þessi svipur er svo krúttlegur ... þetta er svipurinn sem hann setur upp rétt fyrir stökk :)
- - - - -
Gleðileg Jól
Það ríkir mikil hamingja hér á bæ, Mikki er kominn heim eftir þriggja og hálfs vikna ævintýri! Ég fékk ábendingu í fyrradag að hann hafi sést úti á Seltjarnarnesi, svo ég ásamt góðu fólki fórum að leita í marga klukkutíma án árangurs. Á Þorláksmessu fékk ég svo hringingu að hann hafði sést á Vesturströnd svo ég brunaði þangað í flýti. Þar gekk ég í stutta stund þegar Mikki heyrði kallið í mér, sá mig og kom hlaupandi í fangið á mér. Litla skottið þekkti mig! Ég var svo hrædd um það að hann mundi kannski ekki þekkja mig eftir allan þennan tíma eða jafnvel ekki vilja koma til mín, en svo var sem betur fer ekki. Þetta var svo æðissleg tilfining og knúsið sem ég fékk frá honum var yndisslegt. Nú liggur hann saddur og sáttur við hlið mér og malar af gleði. Þetta er klárlega besta jólagjöfin!
Takk allir fyrir að deila og hjálpa mér við leitina af Mikka, máttur facebook er svo sannalega sterkur!
Gleðileg jól <3
- - - - -
Myrkar hliðar hinnar hröðu tísku
Það hefur mikið breyst síðustu tvo áratugi í fataiðnaðinum. Flíkur sem áður komu í verslanir tvisvar á ári koma nú vikulega. Hraðinn er oðrinn gígantískur og þykir það vera lífsgæði að geta keypt sér flíkur við hvert tækifæri. Á hverju ári eru um það bil 80 milljarðar eintaka af fatnaði framleidd um allan heim. Ef þessum flíkum væri skipt jafnt á milli allra íbúa jarðarinnar fengi hvert mannsbarn um ellefu flíkur á ári. En við vitum það vel að þessum fatnaði er ekki skipt jafnt á milli allra, það eru Vestrænu þjóðirnar sem eru helstu neytendurnir.
Vegna hnattvæðingunnar höfum við misst tengsl okkar við framleiðsluþátt fatnaðarins. Stórar tískukeðjur á borð við H&M, Zara, Forever 21 og Primark fluttu framleiðslu sína til svæða utan Vesturlanda þar sem vinnuafl er ódýrara og gátu þar með lækkað vöruverð, aukið veltu og ágóða af sölu hverrar flíkur. Þessi nýja stefna í viðskiptum hefur oft verið kölluð „fast fashion“ þar sem hún snýst aðallega um að selja meira magn á ódýrara verði og græða því mun meira. Við erum orðin vön að sjá ódýran verðmiða á flíkum í verslunum sem þessum og vegna þess höfum við misst kunnáttu okkar að vita hvað er í raun og veru raunhæft verð. Fólk hefur gleymt því hversu mikil vinna er á bakvið hverja flík (hugmyndavinna, sníðagerð, litun, samansaumur, straujun, flutningur og svo að sjálfsögðu auglýsing og sala).
Í BA ritgerð minni skrifaði ég um myrkar hliðar hinnar hröðu tísku, þetta málefni hefur verið mér mikilvægt síðustu árin og langaði mér að fjalla aðeins um það hér á síðunni minni. Mér finnst það vanti að upplýsa fólk betur um stöðu mála í tískuheiminum, við þurfum að verða meðvitaðari um allar þær afleiðingar sem þessi iðnaður hefur á jörðina okkar. Fataiðnaðurinn er einn af mest mengaðasta bransanum í heiminum. Fyrir utan mengunina er mikið um þrælkun, léleg vinnuskilirði og bág kjör starfsmanna. Verum vakandi og reynum að gera okkar best að velja rétt.
- - - - -
Laugardagur
Mikki minn er enn týndur. Vona hann fari að skila sér heim í hlýjuna (ein gömul mynd af þessum sætaling)
<3 <3 <3
- - - - -
Mikki Týndur
Það er rosalega sárt að segja frá því að Mikki minn er týndur og er búinn að vera það síðan á sunnudag 29.nóvember. Það brýtur í mér hjartað að hugsa út í það að hann sé einhverstaðar fastur eða úti í kuldanum. En ég ætla ekki að gefast upp og held fast í vonina að fá krúttið mitt aftur <3
Mér þætti mjög vænt um það ef þið getið hjálpað mér að hafa augun opin fyrir Mikka, hann gæti verið einhverstaðar á vappi hér í Vesturbænum að leita sér skjóls og matar.
- - - - -
Wells Blog
Duis mollis, est non commodo luctus, nisi erat porttitor ligula, eget lacinia odio sem nec elit. Maecenas faucibus mollis interdum. Nulla vitae elit libero, a pharetra augue.