art friday, illustration Bjorg Gunnarsdottir art friday, illustration Bjorg Gunnarsdottir

Art Friday - Mouni Feddag

mouni-08.jpg

Mouni Feddag teiknar þessar skemmtilegu og litríku myndir. Ég er rosalega hrifin af teiknistíl hennar og er skemmtilegt hvernig hún nær að lýsa persónu hverjar myndar mjög vel. Það væri ekki leiðinlegt að eiga eina mynd eftir Mouni.

Mouni Feddag illustration are colorful and fun. I really like her style of drawing and I think it is so cool how she makes these stories about the character in every drawing. It would be nice to own a drawing from her one day.

- - - - -

Read More
winter, LHI, School Project Bjorg Gunnarsdottir winter, LHI, School Project Bjorg Gunnarsdottir

Blönduós

Við bekkjarsysturnar erum í námsferð á Blönduós. Við erum að læra að vefa, spinna og skoðuðum ullaþvottastöðina ásamt því að fara á Handprjónasafnið, sem var mjög fallegt. 

- - - - -

Read More
winter Bjorg Gunnarsdottir winter Bjorg Gunnarsdottir

Ægisíða

Það er eiginlega rugl hvað himinninn verður oft fallegur við Ægisíðuna. 

- - - - - 

Read More
art friday Bjorg Gunnarsdottir art friday Bjorg Gunnarsdottir

Art Friday - Ryan Pickart

Ryan Pickart er teiknari sem gerir þessar skemmtilegar myndir með litríkum bakgrunni. Þótt þær séu litríkar heldur hann sig við fölan pastel tón sem gerir þær mjög draumkenndar.

Ryan Pickart is an illustrator that makes these colorful pictures with pastel colors and a dreamy atmosphere.

- - - - -

Read More
my home Bjorg Gunnarsdottir my home Bjorg Gunnarsdottir

Fimmtudagur

Það er svo sannlega kominn vetur, fyrsti snjórinn er alltaf svo æðisslegur ... svo verður hann jú þreytandi með tímanum. Mikki heldur sér inni undir Monstera plöntunni og lætur sig dreyma um sól og sumar. Ég er byrjuð á lokalínunni í skólanum, ótrúlega spennandi, en samt svoldið skerí. Trúi ekki að þetta sé að klárast. :)

- - - - -

Read More
my home Bjorg Gunnarsdottir my home Bjorg Gunnarsdottir

Föstudagur

Það sem maður gerir ekki þegar maður á að vera að læra ... ég baka brauð, þvæ þvott, þurrka af, fer í gegnum skúffur ... þetta klassíska. Ég bakaði sjúkt brauð með döðlum, permesan, salt/pipar og ferskri basiliku fyllingu um daginn, ég fæ vatn í munninn að skrifa þetta. Uppskriftin af brauðinu fékk ég úr bókinni Green Kitchen stories (snilldar bók) en þar sem ég átti ekki innihaldið í fyllinguna mixaði ég einhverju saman og útkoman var ummm.  Ég sit nú sveitt að skrifa BA ritgerðina mína, gengur ágætlega, en rosalega verður það ljúft að skila henni inn og komast í jólafrí! :) Hafið það gott um helgina!

I know there are few out there reading my blog, who doesn't understand Icelandic, so I'm going to try to write some post also in english :) These days Im writing my BA thesis and its going pretty slow, I always find a reason to ... bake bread, wash clothes, dust, reorganize ... these typical things you do when you should be studying. :) I baked this delicious bread this week, it is from a book that I really like  Green Kitchen stories. I didn't have the right ingredients for the filling so I just used what ever I had, which was dates, parmesan cheese, salt/pepper and fresh basil and the result was soooo good. Have a nice weekend!

- - - - -

Read More
home interior, Mikki Bjorg Gunnarsdottir home interior, Mikki Bjorg Gunnarsdottir

Miðvikudagur

Ég keypti þessa fallegu kringlu í Finlandi frá flottu listamönnunum Aamu og Johan. Ég held mikið uppá hana og mér finnst líka skemmtilegt að hún sé blá og hvít eins og finnski fáninn, þótt hönnunin hafi verið innblásin af rússneskri menningu. :)

- - - - -

Read More
BjorgGunnarsdottir Bjorg Gunnarsdottir BjorgGunnarsdottir Bjorg Gunnarsdottir

10 safngripir

Berglind systir gerði þessa skemmtilegu bók um nokkur af söfnunum mínum. Hér eru nokkrar myndir úr bókinni sem ég held mikið uppá. Finnst bókin mjög skemmtilega uppsett og gaman fyrir mig að eiga söfnin mín í lítillri bók.  

- - - - -

Read More
autumn, Iceland, Mikki Bjorg Gunnarsdottir autumn, Iceland, Mikki Bjorg Gunnarsdottir

Sunnudags

Það eru forréttindi að hafa möguleika á að ferðast og skoða fallegar borgir og er ég mjög þakklát fyrir allar þær ferðir sem ég hef farið í á þessu ári, en alltaf finnst mér samt best að koma aftur heim í mitt :) 

Hafið það gott á þessum kalda sunnudegi! Mikki liggur hér slakar á sófanum í þessarri krúttlegu stellingu (mynd 1), það er greinilega mikill sunnudagur í kisa.

- - - - -

Read More
vacation, autumn Bjorg Gunnarsdottir vacation, autumn Bjorg Gunnarsdottir

Tallinn

Tallinn höfuðborg Eistlands er æðissleg borg, gamli bærinn er elsta höfuðborg Evrópu og standa mörg hús óhreifð allt frá því um 1800. Göturnar eru litlar, litríkar og fallegar og gæti ég vel trúað að það væri æðisslegt að heimsækja borgina á sumrin. Einnig er borgin ódýr og stutt að fara til nálægra landa með ferju eða bíl. Ég get svo sannalega mælt með að heimsækja Tallinn.

- - - - -

Read More
Bjorg Gunnarsdottir Bjorg Gunnarsdottir

Helsinki

Fórum í heimsókn til snillingana Aamu og Johan í Company. Það var mjög áhugavert að kíkja til þeirra og var mjög erfitt að eyða ekki aleigunni hjá þeim. Þau voru mjög "inspiring" og var áhugavert að heyra hvað þau eyða miklum tíma í "research" eins og til dæmis þegar þau gerðu rússnesku línuna eyddu þau 300 dögum í Rússlandi til að kynnast menningu og þjóð.  

 - - - - -

Read More
Bjorg Gunnarsdottir Bjorg Gunnarsdottir

Helsinki - Design Museo

Við fórum á Hönnunarsafnið í dag og sáum skemmtilega sýningu um finnska fatahönnuði. Það var mikill fjölbreytileiki í fatnaðinum sumt kannski meira „showpiece“ meðan annað klassískt og fallegt, eins og t.d. hjá meistara Samuji.

- - - - -

Read More
lately Bjorg Gunnarsdottir lately Bjorg Gunnarsdottir

Lately

Ágúst mánuður var fullur af skemmtilegum tilefnum. Tvö æðissleg brúðkaup og svo fengum við bekkjarsysturnar Sögu Sigurðar til að taka myndir af fötunum sem við hönnuðum fyrir annars árs sýninguna. Næstkomandi fimmtudag munum við nokkur úr útskriftarárganginum gefa út blaðið Hanna, sem verður stútfullt af skemmtilegum greinum og myndaþáttum. Segi ykkur betur frá því síðar :)

- - - - -

Read More
Mikki, my home Bjorg Gunnarsdottir Mikki, my home Bjorg Gunnarsdottir

September

Þar sem Mikki er enn svo lítill og umferðin í götunni minni mjög hröð fær Mikki bara að fara út í bandi. Hann malar og situr kjurr eins og hundur þegar ég set á hann ólina. Hann er mjög forvitinn og vill oftast sitja í tröppunum og fylgjast með gangandi fólki frekar en að leika sér í garðinum.

- - - - -

Read More

Wells Blog

Duis mollis, est non commodo luctus, nisi erat porttitor ligula, eget lacinia odio sem nec elit. Maecenas faucibus mollis interdum. Nulla vitae elit libero, a pharetra augue.


Featured Posts