my home Bjorg Gunnarsdottir my home Bjorg Gunnarsdottir

Föstudagur

Það sem maður gerir ekki þegar maður á að vera að læra ... ég baka brauð, þvæ þvott, þurrka af, fer í gegnum skúffur ... þetta klassíska. Ég bakaði sjúkt brauð með döðlum, permesan, salt/pipar og ferskri basiliku fyllingu um daginn, ég fæ vatn í munninn að skrifa þetta. Uppskriftin af brauðinu fékk ég úr bókinni Green Kitchen stories (snilldar bók) en þar sem ég átti ekki innihaldið í fyllinguna mixaði ég einhverju saman og útkoman var ummm.  Ég sit nú sveitt að skrifa BA ritgerðina mína, gengur ágætlega, en rosalega verður það ljúft að skila henni inn og komast í jólafrí! :) Hafið það gott um helgina!

I know there are few out there reading my blog, who doesn't understand Icelandic, so I'm going to try to write some post also in english :) These days Im writing my BA thesis and its going pretty slow, I always find a reason to ... bake bread, wash clothes, dust, reorganize ... these typical things you do when you should be studying. :) I baked this delicious bread this week, it is from a book that I really like  Green Kitchen stories. I didn't have the right ingredients for the filling so I just used what ever I had, which was dates, parmesan cheese, salt/pepper and fresh basil and the result was soooo good. Have a nice weekend!

- - - - -

Read More
Mikki, my home Bjorg Gunnarsdottir Mikki, my home Bjorg Gunnarsdottir

September

Þar sem Mikki er enn svo lítill og umferðin í götunni minni mjög hröð fær Mikki bara að fara út í bandi. Hann malar og situr kjurr eins og hundur þegar ég set á hann ólina. Hann er mjög forvitinn og vill oftast sitja í tröppunum og fylgjast með gangandi fólki frekar en að leika sér í garðinum.

- - - - -

Read More
my home Bjorg Gunnarsdottir my home Bjorg Gunnarsdottir

At home

Síðasta myndin lýsir mjög vel stemningunni í fjölskylduboðum á mínu heimili. :)

- - - - -

Read More
my home Bjorg Gunnarsdottir my home Bjorg Gunnarsdottir

Sunday

Sumarið er búið að vera gott, fullt af skemmtilegum verkefnum og nóg að gera. Ég er komin langt með grunnvinnuna fyrir brúðarkjólinn og bíð spennt eftir fallega silkinu sem er á leið yfir hafið frá New York. Á föstudaginn fengum við bekkjarsysturnar snillinginn Sögu Sigurðar til að mynda fötin okkar frá annars árs sýningunni, þetta lúkkaði mjög flott og spennandi að sjá útkomuna. Við systurnar erum svo að taka að okkur að teikna barnabók, sem er brjáluð vinna en mjög skemmtilegt verkefni. Segi ykkur betur frá því seinna. 

- - - - -

Read More
home interior, my home Bjorg Gunnarsdottir home interior, my home Bjorg Gunnarsdottir

Coffee table

Fékk þetta fallega Mater borð í afmælisgjöf ásamt Lingby vasanum og fallegu Nagelstager repro kertastjökunum. Ég fékk svo margar fallegar gjafir að ég er alveg orðlaus. Takk fyrir mig :)

Ég var líka búin að lofa að deila með ykkur myndaveggnum sem ég hengdi upp fyrir afmælið, hann er bjartur og litríkur sem hentar vel fyrir dimmt hol. Eigið góða helgi :)

- - - - -

Read More
my home, Mikki Bjorg Gunnarsdottir my home, Mikki Bjorg Gunnarsdottir

Þriðjudagur

Ég er að snúa öllu við hér heima og gera allsherjar þrif og breytingar. Mikka finnst þetta mjög spennandi og eltir mig um allt, en hann þarf enn mikinn svefn og tekur sér því blund inná milli. Ég skal smella nokkrum myndum þegar þetta er allt saman klárt! :)

Read More
my home Bjorg Gunnarsdottir my home Bjorg Gunnarsdottir

Rólegur Miðvikudagur

Það er gott að njóta frídagsins. Mikki sefur á mottunni mjúku á meðan ég spila Louis Armstrong á fóninum og drekk kaffi. Ég veit ekki hvort þið hafið heyrt það húsráð að ef kaffið ykkar er of beiskt, að setja smá salt útí og bragðið bætist. 

- - - - -

Read More
my home, fashion, fashion show Bjorg Gunnarsdottir my home, fashion, fashion show Bjorg Gunnarsdottir

Föstudagur

emil_kisi.jpg

Tískusýningin var haldin í Hörpunni í gær við góðar viðtökur. Það verður gaman að sjá myndir frá kvöldinu en ég sjálf var of upptekin að græja á bakvið til að geta tekið myndir. 

Ég er mjög spennt fyrir næstu vikum þar sem ég er á leið til Rovaniemi í Finnlandi á vegum skólans að taka þátt í „workshop“ sem tengist meðhöndlun á hreindýraleðri í fatahönnun. Það verður mikil reynsla og gaman að fá þetta tækifæri.

- - - - - 

Read More
my home Bjorg Gunnarsdottir my home Bjorg Gunnarsdottir

Mánudagur

drawings.jpg

Þessa dagana sit ég við og teikna, þar sem ég á að kynna línu næstkomandi föstudag ... mjög spennandi en það þýðir bara langar nætur framundan. Ég ætla svo að skreppa til London í smá efnaleiðangur og hitta góða vinkonu, ég get ekki beðið eftir að komast aðeins í burtu frá rokinu, spurning hvort það sé eitthvað betra hinum megin við hafið. En það er alltaf gott að komast í nýtt umhverfi og hlaða battaríin. Nú styttist í annars árs sýninguna, en hún verður haldin í Hörpu 9.apríl og allir velkomnir. 

- - - - -

Read More
home interior, my home Bjorg Gunnarsdottir home interior, my home Bjorg Gunnarsdottir

Tvær gamlar sálir

Mamma hennar Birgittu kom með skemmtilegan punkt um daginn, að nú byggi tvær gamlar sálir saman. Mér finnst það eiga vel við okkur vinkonurnar þar sem við höfum báðar mikinn áhuga á gömlum hlutum. Ég er mjög ánægð að vera búin að fá hana Birgittu sem meðleigjanda, hún er frábær vinkona og einnig kokkur af náttúrunnar hendi ... og nú fæ ég að njóta góðs af því.  :)

- - - - -

Read More
home interior, my home Bjorg Gunnarsdottir home interior, my home Bjorg Gunnarsdottir

Gamalt í bland við nýtt

Mér þykir svo vænt um gömlu hlutina mína, þeir passa svo vel saman við þá nýju. Litli kisinn á neðstu myndinni er nýji fjölskyldumeðlimurinn, hann heitir Emil og var systir mín að fá hann.  Mér þykir mjög vænt um hann :) 

- - - - -

Read More
christmas, my home Bjorg Gunnarsdottir christmas, my home Bjorg Gunnarsdottir

2015

hthogbv14-15.jpg
bryndis.jpg
partei.jpg

Gleðilegt nýtt ár kæru vinir! Ég naut áramótanna í botn í faðmi fjölskyldu og vina. Spennandi tímar framundan, vinkona mín að flytja heim til Íslands (alltaf gaman að fá fleirri heim) og stórt afmælisár að byrja! 

- - - - -

Read More
christmas, my home Bjorg Gunnarsdottir christmas, my home Bjorg Gunnarsdottir

Jólafríið

Jólafríið er búið að vera notalegt, fullt af góðum mat og skemmtilegum boðum. Ég á mikið af vinum sem búa í útlöndum svo jólin eru líka full af góðum endurfundum. Mér var gefið þetta fallega súkkulaði með saltflögum um daginn, fyrir mér er það fullkomin blanda.

- - - - -

Read More
christmas, fashion, my home Bjorg Gunnarsdottir christmas, fashion, my home Bjorg Gunnarsdottir

Nú meiga jólin koma ...

Síðasta laugardag hittumst við bekkjarsysturnar til að skála fyrir góðri önn sem var að ljúka. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að nú sé ég hálfnuð og aðeins tvær vikur í nýtt ár. Næsta ár verður fullt af spennandi verkefnum, annars árs sýningu í fatahönnun, nokkur stórafmæli, brúðkaup og fleirra skemmtilegt sem hægt er að hlakka til. 

- - - - -

Read More
my home, winter Bjorg Gunnarsdottir my home, winter Bjorg Gunnarsdottir

Annar í aðventu

Ég er búin að vera mjög upptekin og hef því ekki getað bloggað síðustu vikurnar. Það er líka erfitt að ná góðum myndum á þessum tíma ársins, þar sem birtan er eingöngu í nokkra tíma á dag. Ég var að klára frábæran kúrs í skólanum þar sem ég fékk að læra á prentverkstæðið, blanda liti og prenta munstrið mitt á efni. Ég gerði silkislæður og nokkra dúka, sem hafa vakið athygli og er ég nú þegar komin með nokkrar pantanir. Ég ætla reyna komast í það að prenta nokkra fyrir jólin svo ef þið hafið áhuga á skemmtilegum dúk með monstera plöntunni eða kálhausaprentinu mínu þá endilega hafið samband hér!

- - - - -

Read More

Wells Blog

Duis mollis, est non commodo luctus, nisi erat porttitor ligula, eget lacinia odio sem nec elit. Maecenas faucibus mollis interdum. Nulla vitae elit libero, a pharetra augue.


Featured Posts