denmark, home interior, home inspirations Bjorg Gunnarsdottir denmark, home interior, home inspirations Bjorg Gunnarsdottir

7 by Arne Jacobsen

Sjöan frá Arne Jacobsen er að mínu mati mjög fallegur og klassískur stóll. Stóllinn hefur verið gefinn út í mismunandi litum og finnst mér afmæliseintakið í brúnum/appelsínugulum lit mjög fallegt. Þessi litur passar einstaklega vel við bláu tónanna í rúmteppinu og hvíta rýmið. Ég kíkti við í Epal í dag og sá að þar eru nokkrir útvaldir litir af sjöunni á afslætti (40.000kr.). Einnig finnst mér mjög sniðugt að Epal er farið að endurselja falleg notuð húsgögn og var ég svo heppin um daginn að finna 6 stykki HAY stóla í hvítum lit sem príða borðstofuborðið mitt.

- - - - -

Read More
home interior, home inspirations Bjorg Gunnarsdottir home interior, home inspirations Bjorg Gunnarsdottir

On my mind - Art Wall

photo via:  1  2  3  4  5  6  7  8  9  10

Ég er komin með ágætt safn af myndum og pósterum sem bíða eftir veggplássi. Mér finnst myndaveggir skemmtilegir og ákvað ég því að leita mér innblástri á netinu. Í næstu viku ætla ég að halda uppá afmælið mitt og er það góð hvatning til að klára ókláruð verk. 

- - - - -

Read More
home interior, my home Bjorg Gunnarsdottir home interior, my home Bjorg Gunnarsdottir

Tvær gamlar sálir

Mamma hennar Birgittu kom með skemmtilegan punkt um daginn, að nú byggi tvær gamlar sálir saman. Mér finnst það eiga vel við okkur vinkonurnar þar sem við höfum báðar mikinn áhuga á gömlum hlutum. Ég er mjög ánægð að vera búin að fá hana Birgittu sem meðleigjanda, hún er frábær vinkona og einnig kokkur af náttúrunnar hendi ... og nú fæ ég að njóta góðs af því.  :)

- - - - -

Read More
home interior, my home Bjorg Gunnarsdottir home interior, my home Bjorg Gunnarsdottir

Gamalt í bland við nýtt

Mér þykir svo vænt um gömlu hlutina mína, þeir passa svo vel saman við þá nýju. Litli kisinn á neðstu myndinni er nýji fjölskyldumeðlimurinn, hann heitir Emil og var systir mín að fá hann.  Mér þykir mjög vænt um hann :) 

- - - - -

Read More
home interior, my home Bjorg Gunnarsdottir home interior, my home Bjorg Gunnarsdottir

Friday!

Ég gerði mér ferð í Ikea í dag og keyrði á hinn enda bæjarins. Jólin voru að sjálfsögðu komin í Ikea og á leiðinni upp eftir spilaði Létt 96,7 jólalög ... fannst það heldur snemmt. Mér fannst jóladótið heldur slakara hjá Ikea í ár, en var mjög glöð að sjá fallega stóra köngla til sölu. 

- - - - -

Read More
home interior, my home Bjorg Gunnarsdottir home interior, my home Bjorg Gunnarsdottir

Orange sofa!

Ég hef verið lengi að hugsa um að losa mig við þennan fallega retró sófa. Ástæðan er sú að ég er með annan sófa í stofunni sem ég tengi sterkar minningar við og þessi er staðsettur í ganginum hjá mér. Það er líka einstaklega þægilegt að henda dóti á hann og oftast er hann ekki svona fínn eins og í dag. Ég held að ef hann væri ekki til staðar þá mun ég frekar ganga frá hlutunum (eða hvað?). Ég á samt svo erfitt með að sleppa honum þar sem hann lífgar uppá rýmið. Hvað segið þið, halda eða selja?

I have been thinking about selling this sofa, because I already have another one in my living room. This one is in the hall and I usually throw everything on it when I arrive home, so I think that if he isn't there I would rather put things in right places (or will I?). I just really like the retro look and the color. What do you think I should do?

- - - - -

Read More
home interior, my home, winter Bjorg Gunnarsdottir home interior, my home, winter Bjorg Gunnarsdottir

Wednesday

fridarlilja_bg.jpg

Ég hef verið að safna stökum kaffibollum síðustu árin og bættist einn við safnið í dag. Þetta eru aldrei skipurlögð kaup sem gerir þetta svo miklu skemmtilegra. Ég keypti þennan bolla í gær og voru einnig til sölu fallegir bláir bollar úr mávastellinu, það minnir mig alltaf á ömmu. Það verður gaman þegar ég eignast minn mávabolla og copenhagen royal er líka á lista. 

- - - - -

Read More
my home, home interior Bjorg Gunnarsdottir my home, home interior Bjorg Gunnarsdottir

Sunnudagur

behealthy_bg2.jpg
behealthy_bg.jpg
orkid_okt_bg.jpg

Ég var að grafa upp gamlar plötur sem voru í miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég var lítil (tunglið tunglið taktu mig, litla ljót, litlu andarungarnir, pétur og úlfurinn, punktur punktur komma strik ...), það var algjör nostalgía að hlusta á þær. Ég var með einn lítinn í heimsókn sem þótti þetta jafn skemmtilegt og mér. Ég hef ákveðið að október verður mánuður grænmetis og ávaxta ... hollustan í fyrirrúmi :)

- - - - -

Read More
home interior Bjorg Gunnarsdottir home interior Bjorg Gunnarsdottir

Góður granni

berglind_home4.jpg

Systir mín býr í fallegri íbúð í næstu götu við mig. Hún á mikið af fallegum hlutum og finnst mér eldhúsið hennar svo fallega blátt með flottum "subway" flísum. Hún er mikill fagurkeri og vandvirk, það er allt svo vel gert hjá henni ... meira að segja leit pastarétturinn hennar fallega út og ekki var bragðið verra. 

My sister lives just a street away from me. She has a lot of beautiful things and I really like her light blue kitchen with white "subway" tiles. 

- - - - -

Read More
home interior, my home Bjorg Gunnarsdottir home interior, my home Bjorg Gunnarsdottir

Last weekend

Ég fékk mína kæru Birgittu í heimsókn frá Köben og skelltum við í gott afmælispartý í tilefni „einu-ári-eldri“. Góð helgi að baki og mjög "busy" vika framundan! 

My dear friend Birgitta came over the weekend from Copenhagen to celebrate her birthday and graduation.This weekend was really good! 

- - - - -

Read More
home interior, my home, Iceland Bjorg Gunnarsdottir home interior, my home, Iceland Bjorg Gunnarsdottir

Monday Monday

volcano

volcano photo: Jarðvísindastofnun

Helgin var góð, ég hafði það huggulegt inni með vinkonum á meðan veðurguðinn lét heyra í sér. Eldgosið hófst aftur og eru myndirnar af því svo fallegar að ég varð að deila einni hér að ofan.  

The weekend was good even though the weather was crazy. The volcanic eruption started again in Bárðabunga and the pictures they capture are so beautiful I just had to share one with you!

- - - - -

Read More
home interior, my home, summer Bjorg Gunnarsdottir home interior, my home, summer Bjorg Gunnarsdottir

Friday

Blómin mín gleðja mig mikið. Nú er skólinn kominn á fullt og skemmtileg verkefni framundan. Systir mín er flutt í næstu götu, svo nú erum við öll systkinin staðsett í Vesturbænum, jeii. Hún er einnig byrjuð í Lhí og mun stunda nám við Grafíska hönnun nokkrum hæðum fyrir ofan mig. Mér finnst gaman að hafa hana í skólanum, þetta verður góð önn.

My flowers makes me happy. School has started and I already have a lot of interested projects. My sister just moved to the next street, so now I have all my siblings just few streets away. She has also started in the University of Art and will be learning graphic design just few stores above me. I like it! 

- - - - -

Read More
home interior, my home, green Bjorg Gunnarsdottir home interior, my home, green Bjorg Gunnarsdottir

Small Cactus

kaktus_blomaval_bg.jpg

Eg keypti mér þrjá sæta kaktusa í Blómaval um helgina. Þeir voru á tilboði og eru ekkert smá litlir og krúttlegir. Eina við það hvað þeir eru litlir er að erfitt hefur verið að finna potta í þessum stærðum, svo að þangað til verður kaffibolli að duga. Veit einhver hvar ég gæti mögulega fundið litla hvíta potta?

I bought these three very small and cute cactuses this weekend. The only problem with this size is that they need very small flower pots and its very hard to find one. For now my old coffee cups will have to work as a flower pot until I find a better solution.

- - - - -

Read More
home interior, Iceland Bjorg Gunnarsdottir home interior, Iceland Bjorg Gunnarsdottir

Monday!

ittala_disa_bjorg.jpg
faninn_disa_bjorg.jpg

Vinkona mín á þetta fallega heimili á myndunum hér að ofan. Hillurnar hennar eru fullar af fallegum hlutum sem hún hefur safnað að sér í gegnum tíðina. Skemmtilegi púðinn með íslenska fánanum prjónaði amma hennar handa henni og fallega teppið á sófanum er frá Vík Prjónsdóttur.

My friend lives in this beautiful apartment. She is a collector of nice things and I really likes how she arrange them. Her Icelandic pillow  is so nice, made by her grandmother and this beautiful blanket is made by  Vík Prjónsdóttur.

- - - - -

Read More
kitchen, home interior Bjorg Gunnarsdottir kitchen, home interior Bjorg Gunnarsdottir

Kitchen Crush

photo via:  1  2  3  4

'Eg er mjög hrifin á bollum með fallegu munstir og finnst mér þessir hér að ofan einstaklega fallegir. Mynd númer tvö er af nýrri línu frá IKEA í samstarfi við ArtRebels, bollarnir koma í takmörkuðu magni, sem er algjör snilld ... vonum bara að þeir komi í búðir á Íslandi. 

- - - - -

Read More
home interior, my home Bjorg Gunnarsdottir home interior, my home Bjorg Gunnarsdottir

Beautiful details

flower.jpg
cphroyal_flowercup.jpg
tomato_tree.jpg
camera.jpg

Ég var að bæta við tveimur nýjum flipum hér efsta á síðunni. Annar er til þess að auðvelda fyrir fólki að leita af gömlum færslum - POST FINDER, og svo bætti ég einnig við MY KITCHEN. Ég er mikil áhugamanneskja í eldhúsinu og ætla henda inn léttum uppskriftum við og við á bloggið. Hafið það gott í dag á þessum fallega mánudegi ;)

- - - - -

Read More
my home, home interior, food Bjorg Gunnarsdottir my home, home interior, food Bjorg Gunnarsdottir

Fimmtudagur

eldhus_bjorg.jpg
sítrónu_bar.jpg
luciekaas_skal.jpg
sukkuladikakan.jpg
jasmindragontea.jpg
kimano.jpg
teppi.jpg

Góðar vinkonur að hittast eftir langan skilnað er svo skemmtileg stund. Á sumrin fæ ég alla heimsborgarana mína heim á Klakann, það eru klárlega bestu stundir sumarsins. Það hlakkar í mér að hitta þær og spjalla um allt sem hefur drifið á daga okkar. Þótt netið brúi bilið á milli okkar þá er alltaf svo gott að hittast og knúsast. Nú eru tvær búnar að kíkja heim og allt, allt of margar eftir að koma... komið heim kæru vinkonur! xxx

Ég keypti þetta fallega Jasmin Dragon te í Heilsuhúsinu. Teið er mjög sætt á bragðið og gott er að bæta smá hunangi við, það er líka gaman að fylgjast með því blómstra í vatninu. Svo var auðvitað skellt í sítrónu kubba, súkkulaðikakan er snilldarverk Helgu og er orðinn fastur liður í kveðju/velkomin hittingum okkar, namm.

- - - - -

Read More

Wells Blog

Duis mollis, est non commodo luctus, nisi erat porttitor ligula, eget lacinia odio sem nec elit. Maecenas faucibus mollis interdum. Nulla vitae elit libero, a pharetra augue.


Featured Posts