Dresser Makeover
Ég hef oft fengið þá spurningu hvar ég fékk skattholið mitt. Fólk verður frekar hissa að heyra að ég hafi keypti það á 1500 kr. í Góða Hirðinum fyrir nokkrum árum, þá dökkrautt á litinn. Það var lítið mál að leysa upp málinguna með lakkleysi, skrapa svo málinguna af og pússa. Síðast var svo tekkolían borin á og þá lifnar viðurinn allur við. Það kom sjálfri mér á óvart hversu auðvelt þetta var.
- - - - -
Friday!
Efsta myndin tók ég af hillu á auglýsingastofunni Brandenburg, þeir eru ný fluttir í flott húsnæði á Lækjatorgi. Það er mjög gaman að skoða þessa hillu því þar leynist mikið af sniðugum hlutum. Nýlega keypti ég mér tómatatré sem ég er svo spennt að smakka, eins og þið sjáið þá eru þeir grænir og flottir. Föstudagur og sól, því tilvalið að opna einn kaldann og njóta.
- - - - -
Sunday Funday
Loksins lét sólin sjá sig og átti ég mjög góða og afslappandi helgi. Sæti hundurinn á efstu myndinni er Rúsí, vinkona mín er svo heppin að eiga hana... Á föstudaginn síðasta var lokaskil í tískuteikningu og vann ég lokaverkefnið mitt með vatnsmálingu. Ég er alveg heilluð af vatnslitum og bókbindingu þessa dagana! Nú eru einungis tvær vikur eftir af skólanum og svo "SUMARFRÍ".
I had a great and sunny weekend. The cute dog in the first photo name is Rúsí, she is my friends dog... The school is almost over, only two weeks left. Last friday I finished course in fashion illustration which I got fascinated by using watercolors. I'm also really interesting in experimenting in bookbindings.
- - - - -
Tuesday
Snyrtiborðið mitt er fljótt að verða "messí", sérstaklega þegar helgarnar eru vel pakkaðar, þrjú boð í röð og lítill tími í þrif. Ég keypti þetta dúkkuauga á markaði í París og ákvað að geyma það í skel sem ég fann á Rauðasandi síðasta sumar (svoldið creapy ... en skemmtilegt). Rauða músin mín fékk ég í gjöf frá Yazbukey, mér þykir voða vænt um hana. Nú er ég komin í páskafrí og ætla svo sannarlega að njóta lífsins. Eigið góðan dag!
My dresser gets quickly messy these days. I bought this doll eye in a flea-market in Paris. The shell I found in Rauðasandur last summer. Red mouse was a gift from Yazbukey, it's my favorite accessory these days. Now I have 10 days off in school because of Easter, that's just fantastic!
- - - - -
Japanese bookbinding
Ég á að skila vinnubók í einum áfanga í skólanum og þar sem ég fann hvergi fallega bók sem passaði við það sem ég var að pæla þá ákvað ég að búa mér til mína eigin. Þetta er skemmtilegt að prufa og fyrir þá sem vilja fleirri hugmyndir af bindingum þá mæli ég með að "googla" Japenese bookbinding!
- - - - -
Tuseday Tunes
Dagurinn verður langur, verkefnaskil á morgun og því nauðsynlegt að setja saman nýjan playlista: Work Motivation! Eigið góðan dag!
Long day ahead, project deadline tomorrow so it is necessary to put together a new playlist: Work Motivation! Have a good day!
- - - - -
Sunnudags Mogginn
Fyrir áhugasama þá er stutt viðtal og innlit inná heimili mitt í Sunnudagsmogganum.
Nú er ég að taka mig til fyrir Reykjavík Fashion Festival °5 sem haldið verður í Hörpu. Fyrsta sýningin byrjar klukkan 11 og endar hátíðin á JÖR klukkan 18:05. Ég er mjög spennt að sjá nýju línurnar hjá öllum þessum flottu fatahönnuðum.
- - - - -
Happy Friday!
Uppáhalds dagurinn minn er klárlega föstudagur! Hafið það gott í dag!
My favorite day of the week is Friday! Have a nice evening!
- - - - -
Wells Blog
Duis mollis, est non commodo luctus, nisi erat porttitor ligula, eget lacinia odio sem nec elit. Maecenas faucibus mollis interdum. Nulla vitae elit libero, a pharetra augue.