Prjónahönnun

Nú er fyrsta árið mitt í fatahönnun lokið og var síðasta verkefni annarinnar að hanna prjónalínu. Ég fékk innblástur minn til kínversku prinsessunnar Wan Rong sem var við völd í kringum 1900. Ég heillaðist af fatnaði hennar og varð húkkt á að vita sem mest um sögu hennar. Hún lifði erfiða og stutta ævi og dó aðeins 39 ára gömul í fangelsi í Kína. Ég mæli með myndinni um líf þeirra hjóna The Last Emperor (1987)

I just finished my first year in fashion design. My final project was a knitwear line that I got inspired by a chines princesse Wan Rong from the year 1900. If you are interested by knowing more about her short and difficult life I recommend you watch the movie The Last Emperor (1987)

Reindeer Coat

Fór til Rovanemi í Finnlandi á 3 vikna námskeið í leðurvinnslu á hreindýra afurði. Úrvinnsla verkefnissins var að gera flík og vann ég ásamt Solia, finnskri stelpu, þessa tvöföldu kápu úr þunnu hreindýraleðri og nýttum við einnig hreindýrafeldinn í ermarnar. Þetta var mjög lærdómsríkt og skemmtilegt verkefni. 

- - - - -

Vegetable Print

Ég hannaði munstur út frá grænmeti. Ég valdi nokkur grænmeti sem mér fannst falleg á litin, áhugaverð í formi og tónuðu vel saman. Fyrir valinu var eggaldinn, rauðkál, rauðrófur, grænkál og þirstilhjörtu. Útkoman var svo fallegur borðdúkur.