Gleðilegt nýtt ár!

Ég er búin að vera mjög löt að pósta hér inn. Ég fékk í raun mjög lítið jólafrí og gráir dagar eru ekki beint myndvænir. Þrátt fyrir allt það þá hef ég haft það mjög gott og byrjaði ég janúar með heilsuátaki og jákvæðum huga. Ég hef það á tilfiningunni að 2017 verður gott ár!

I have been lazy posting on my blog. I almost got no vacation this christmas and these grey days of January aren't quite "photogenic". Despite all that I have had a great start of the year, being very healthy and thinking positive. I have a good feeling that 2017 will be a great year!  

- - - - -

Jólin

jol2016_3.jpg
orri_cavalier.jpg

 Jólin voru heldur stutt í ár en samt sem áður náði ég að njóta stundar með fjölskyldu og vinum. Ég er búin að borða út í eitt og stefni á gott detox í janúar (eins og allir á nýju ári ;)) Vonandi áttu þið góð jól kæru vinir. Sá sem stal allri athyglinni þessi jólin var klárlega hann Orri, nýji fjölskyldu-meðlimurinn (hundurinn) ;)

- - - - - 

Þriðji í aðventu

Veðrið er búið að vera fáránlega skrítið og nákvæmlega ekkert jólalegt. Þrátt fyrir næs veður þá hræðir þessi hiti mann og saknar maður þess að sjá snjóinn. Fyrir nákvæmlega ári síðan fórum við einnig að sækja okkur jólatré og var þá veðrið algjör andstæða við þetta, snjóskaflar og kuldi. Ég týndi líka Mikka í rúman mánuð sem var ekki skemmtilegur tími, en allt endaði vel og liggur hann hér mér við hlið saddur og sáttur. Hér að neðan er mynd sem ég tók 13.desember fyrir ári síðan, aðeins önnur stemmning í gangi ;)

jolin2015

- - - - -

Nóvember

Ótrúlegt hvað tíminn flýgur, nóvember kominn!

Ef Nóvember væri persóna þá væri sú persóna í mínum huga drungaleg, skapmikil og geðvond. Nóvember er fyrir mörgum erfiður mánuður, skammdegið stutt og þungt ský yfir mörgum. En það góða er að það er stutt í Desember og alla ljósadýrðina sem þeim mánuði fylgir! 

- - - - -

Adding colors to your home

Ég elska litríka veggi og mublur á heimilum, það gefur heimilinu meiri karakter. Ég er mikið búin að vera að spá í að mála einhverja veggi hér heima bláa eða bleika... ég held ég verði bara að prufa!

I really like colorful walls and sofas in homes. It gives such a character to the place. I have been thinking about coloring some of my walls pink or blue... maybe i should just go for it!

- - - - -

Welcome Autumn

Haustið er uppáhalds árstíðin mín, litríku laufin lifa samt allt of stutt, en ég elska að taka þau með mér inn og skreyta heimilið. Morgunsólin er líka einstaklega falleg þessa dagana og þykku peysurnar og treflarnir komnir efst í skúffuna.

- - - - -