spring

Brooklyn

6E7FB162-1611-4A25-ACCB-CBF98DB0AC65.JPG
IMG_5015.JPG
F551250A-EC0C-4E7E-BA2A-0505474AB9E4.JPG

Páskarnir voru einstaklega góðir þetta árið þar sem ég eyddi þeim með góðri vinkonu í Brooklyn, New York. Hún býr í æðisslegri íbúð umkringd blómabúða, kaffihúsa og veitingastaða, enda borðaði ég mat og drakk góða drykki fyrir allan peninginn. Tók ekki mikið af myndum en þessar lýsa stemmningunni og vorinu sem New York skartaði þessa dagana, mér til mikillar lukku. <3

- - - - -

Sunnudags

Ég er með áráttu að tína laufblöð sem mér þykir falleg. Ég set þau svo í skissubókina mína sem ég hef alltaf með mér og í gær ákvað ég að tæma hana, þau voru farin að detta úr í hvert skipti sem ég tók hana uppúr töskunni. Ég er ekki með neinn sérstakan tilgang í þessu öllu saman en það er eitthvað við það að finna fallegan litatón og þurka þau svo þau haldist falleg. 

- - - - -

Last days...

Mér finnst ég vera búin að endurheimta líf mitt, skólinn að klárast og nú hef ég tíma fyrir eitthvað annað en lærdóm. Ég eignaðist lítinn kettling í síðustu viku sem hafði verið yfirgefinn af mömmunni, hann er blandaður Ragdoll og líklega af íslenskum kisa. Hann er algjör gleðigjafi, mjög kelinn og gæfur. :)

- - - - -

Friday!

tomatar.jpeg

Efsta myndin tók ég af hillu á auglýsingastofunni Brandenburg, þeir eru ný fluttir í flott húsnæði á Lækjatorgi. Það er mjög gaman að skoða þessa hillu því þar leynist mikið af sniðugum hlutum. Nýlega keypti ég mér tómatatré sem ég er svo spennt að smakka, eins og þið sjáið þá eru þeir grænir og flottir. Föstudagur og sól, því tilvalið að opna einn kaldann og njóta.

- - - - -

Gleðilegt sumar!

image.jpg
image.jpg
image.jpg
image.jpg
bjorg_morgunsolin.jpg
vin.jpg

Það er svo æðisslegt þegar sólin lætur sjá sig hér á klakanum. Tré og blóm eru farin að lifna við, grill ylmur í loftinu og bærinn fullur af lífi og gleði! Ég vona svo innilega að sumrið verði gott í ár.

Gleðilegt sumar!

- - - - -