project

Work in progress

mikki.jpg

Við systurnar erum á lokasprettinum með barnabókina sem við erum að setja upp fyrir Brandenburg, búið að vera mikil vinna, enda 90 blaðsíðna bók, en mjög skemmtileg vinna. Sumarið leið rosa hratt, skólinn byrjar á fullu á mánudaginn og stanslausir rigningardagar láta okkur vita að haustið er komið. Mikki krútt verður bara skemmtilegri með hverjum deginum, ég vakna við hann á hverjum morgni þar sem hann vill sitt knús ... síðasta myndin lýsir honum vel!

Hafið það gott um helgina!

- - - - -

Mánudagur

corselette.jpg

Það er einstök tilfining sem fylgir því að vinna að brúðarkjól einhvers sem er mjög nákomin manni. Ég er svo heppin að fá að gera tvo slíka í sumar. Tilfiningin er mjög sérstök og get ég ekki beðið eftir því að dagarnir renni upp! Það eru tvær vikur á milli brúðkaupanna og erum við vinkonurnar úr klæðskeranum langt komnar með kjól Helgu, enda brúðkaup þeirra Helgu og Ella á laugardag. Hitt brúðkaupið er um miðjan ágúst og er það Hrafn bróðir og Stella sem gifta sig (fæ fiðring í magan að skrifa þetta). Ásamt því að vera að vinna að þessum fallegu kjólum erum við systurnar að teikna barnabók. Þetta er allt rosa skemmtilegt og get ég seint kvartað þrátt fyrir að vera að vinna frá morgni til kvölds. :) 

- - - - -