Mánudagur

cohen2_bjorg.jpg

Ég hef ekki verið dugleg að pósta hér inn ... ég vinn allan daginn við tölvu og fékk eiginlega bara ógeð að vera í tölvunni. Ég hef ekki tekið upp tölvuna eftir vinnu í heilan mánuð, svona nánast, og er það búið að vera góð tilbreyting. Mér líður reyndar aldrei eins og það sé eitthvað sem ég þarf að gera, (að pósta hér inn) ... en þessi síða hefur gefið mér svo margt og hvatt mig til að æfa mig og læra hluti sem ég hefði líklega ekki verið búin að gera á þessum tímapunkti, svo ég er ekki enn hætt. Síðustu vikurnar er ég búin að vera gjörsamlega HÚKKT á Podcasti sem heitir Here's the thing með Alic Baldwin. Hann er snilldar spyrill og fær til sín allskonar listamenn og athafnarfólk á borð við Paul Simon (Simon & Garfunkel), Sarah Jessica Parker (SATC), Grace Coddington (Vogue), Patti Smith, Lena Dunham (Girls), Jimmy Fallon  ...  í mjög skemmtileg viðtöl. Mæli með þessu snilldar Podcasti!

- - - - -

Helgin

Ég þreif allt hátt og lágt á laugardaginn því ég átti von á góðu samstarfsfólki í heimsókn. Ég skemmti mér svo sjúklega vel og dansaði framm eftir nóttu í nýju glimmer buxunum mínum frá Stina Goya :) Í dag var svo dagur tvö í þrifi þar sem gólfið var vel klístrað og sást á íbúðinni hvað við skemmtum okkur vel í gær. Þannig á þetta að vera :)

- - - - - 

Nóvember

Ótrúlegt hvað tíminn flýgur, nóvember kominn!

Ef Nóvember væri persóna þá væri sú persóna í mínum huga drungaleg, skapmikil og geðvond. Nóvember er fyrir mörgum erfiður mánuður, skammdegið stutt og þungt ský yfir mörgum. En það góða er að það er stutt í Desember og alla ljósadýrðina sem þeim mánuði fylgir! 

- - - - -

Perfume bottles

Mér þykir gömul ilmvatnsglös mjög falleg. Þetta fallega glas fékk ég í Portinu um daginn, það passar vel í safnið mitt ;)

I think these old fashion perfume bottles really beautiful. I just bought this black and white one in an vintage store and it makes my collection even better ;)

- - - - -

colors at home

Mikka skott elskar Sjávarteppið frá Vík Prjónsdóttur, skil hann mjög vel þar sem ég held mikið uppá það. Ég fékk þessa fallegu Flamingo nýlega í Hrím, finnst þeir einstaklega fallegir :)

Mikki is a big fan of Vík Prjónsdóttir Sea blanket, I feel the same way its one of my favorite piece I got. I just bought these cute Flamingo, it looks like Barbapapa is really happy with that purchase :)

- - - - -

String

Ég tók eldhúsið í gegn og málaði veggi og innréttingu (ekki skemmtilegasta verk í heimi). Fékk svo þessa fallegu String hillu í gjöf sem ég er ekkert smá ánægð með. Ég var áður með þykka hillu úr Ikea sem náði alveg yfir vegginn, gerði sitt gagn en ég er svo miklu ánægðari með þessa breytingu. String hillan léttir á rýminu og rúmar miklu fleirra, nú fær bollasafnið mitt að njóta sín :)

I just finished painting the kitchen walls and furnishing (not the most fun job I have done). Now it looks so good... and even better after I put up these nice String shelfs that I got for a graduation gift. I really, really, really like them, they makes the room so much lighter and fit well with my old fashion furnishing.

- - - - -

Fimmtudagur

Það er svo sannlega kominn vetur, fyrsti snjórinn er alltaf svo æðisslegur ... svo verður hann jú þreytandi með tímanum. Mikki heldur sér inni undir Monstera plöntunni og lætur sig dreyma um sól og sumar. Ég er byrjuð á lokalínunni í skólanum, ótrúlega spennandi, en samt svoldið skerí. Trúi ekki að þetta sé að klárast. :)

- - - - -

Föstudagur

Það sem maður gerir ekki þegar maður á að vera að læra ... ég baka brauð, þvæ þvott, þurrka af, fer í gegnum skúffur ... þetta klassíska. Ég bakaði sjúkt brauð með döðlum, permesan, salt/pipar og ferskri basiliku fyllingu um daginn, ég fæ vatn í munninn að skrifa þetta. Uppskriftin af brauðinu fékk ég úr bókinni Green Kitchen stories (snilldar bók) en þar sem ég átti ekki innihaldið í fyllinguna mixaði ég einhverju saman og útkoman var ummm.  Ég sit nú sveitt að skrifa BA ritgerðina mína, gengur ágætlega, en rosalega verður það ljúft að skila henni inn og komast í jólafrí! :) Hafið það gott um helgina!

I know there are few out there reading my blog, who doesn't understand Icelandic, so I'm going to try to write some post also in english :) These days Im writing my BA thesis and its going pretty slow, I always find a reason to ... bake bread, wash clothes, dust, reorganize ... these typical things you do when you should be studying. :) I baked this delicious bread this week, it is from a book that I really like  Green Kitchen stories. I didn't have the right ingredients for the filling so I just used what ever I had, which was dates, parmesan cheese, salt/pepper and fresh basil and the result was soooo good. Have a nice weekend!

- - - - -