home interior

34

birthday-afmæli-cake-birthdaycake-flower

Átti yndisslegan afmælisdag með fjölskyldu og vinum. Ég ákvað að bjóða nokkrum vinkonum í mat og var setið við matarboðið frameftir kvöldi. Kakan er meistaraverk systur minnar og vakti hún mikla lukku.

cake-birtdhay-afmæli-afmæliskaka-birthdaycake
afmæli-birthday-bestie-friends-dinner-dinnerparty

Í rauninni hélt ég uppá tvöfalt afmæli því daginn eftir bauð ég fjölskyldunni í Brunch. Mér fannst svoldið skemmtilegt að finna þessa sniðugu síðu - Paperless - þar sem hægt er að senda rafrænt boðskort.

afmæli-birthday-brunch-cake-orange-dinner
birthday-flower-candy-lakris-danishlakris

- - - - -

Innlit : Pernille Teisbeak

Heimili Pernille Teisbeak þykir mér mjög fallegt. Hún er með skemmtilegan stíl, svoldið öðruvísi en maður er vanur að sjá í skandinavísku blöðunum. Mér finnst eins og hver hlutur hafi verið út pældur, og passi einstaklega vel saman. Hún hefur lengi vel verið þekkt fyrir flottan og sérstakan fatastíl og má auðveldlega segja það sama með innanhús stíl hennar. Íbúðin er á besta stað í Fredriksberg, Kaupmannahöfn.

- - - - -

Nóvember

Ótrúlegt hvað tíminn flýgur, nóvember kominn!

Ef Nóvember væri persóna þá væri sú persóna í mínum huga drungaleg, skapmikil og geðvond. Nóvember er fyrir mörgum erfiður mánuður, skammdegið stutt og þungt ský yfir mörgum. En það góða er að það er stutt í Desember og alla ljósadýrðina sem þeim mánuði fylgir! 

- - - - -

Adding colors to your home

Ég elska litríka veggi og mublur á heimilum, það gefur heimilinu meiri karakter. Ég er mikið búin að vera að spá í að mála einhverja veggi hér heima bláa eða bleika... ég held ég verði bara að prufa!

I really like colorful walls and sofas in homes. It gives such a character to the place. I have been thinking about coloring some of my walls pink or blue... maybe i should just go for it!

- - - - -

colors at home

Mikka skott elskar Sjávarteppið frá Vík Prjónsdóttur, skil hann mjög vel þar sem ég held mikið uppá það. Ég fékk þessa fallegu Flamingo nýlega í Hrím, finnst þeir einstaklega fallegir :)

Mikki is a big fan of Vík Prjónsdóttir Sea blanket, I feel the same way its one of my favorite piece I got. I just bought these cute Flamingo, it looks like Barbapapa is really happy with that purchase :)

- - - - -

String

Ég tók eldhúsið í gegn og málaði veggi og innréttingu (ekki skemmtilegasta verk í heimi). Fékk svo þessa fallegu String hillu í gjöf sem ég er ekkert smá ánægð með. Ég var áður með þykka hillu úr Ikea sem náði alveg yfir vegginn, gerði sitt gagn en ég er svo miklu ánægðari með þessa breytingu. String hillan léttir á rýminu og rúmar miklu fleirra, nú fær bollasafnið mitt að njóta sín :)

I just finished painting the kitchen walls and furnishing (not the most fun job I have done). Now it looks so good... and even better after I put up these nice String shelfs that I got for a graduation gift. I really, really, really like them, they makes the room so much lighter and fit well with my old fashion furnishing.

- - - - -

Flower

lilja.jpg

Ég er örugglega komin með áunnið ofnæmi fyrir blómum, þá sérstaklega Liljum, þar sem ég hnerra allan daginn hér heima. Þrátt fyrir það þá hætti ég ekki að skreyta heimilið mitt með blómum ... því það er ekkert skemmtilegra en heimili fullt af blómum. :)

I probably have a acquired flower allergy, specially for Lily. I sneeze all day long at home, but I cant stop decorating with flowers... Flower makes my home so much better :)

- - - - -

Monday

Tölvan komin í hús og hendin öll að koma til, jeii! 

Ég fór í Góða Hirðinn í dag og fékk að upplifa brjálæðið sem fylgir opnun á hverjum degi. Það var löng röð eftir húsinu og fólk órólegt að bíða eftir opnun. Konan fyrir aftan mig sagði við mig 4 sinnum, klukkan mín er 12, klukkan mín er 12 ... svo var hlaupið þegar inn var komið! Mér leið eins og eitthvað stórfenglegt væri þarna inni ... ekki var svo. :)

Ég keypti mér risa korktöflu, fallegan disk og lítið straubretti til að strauja ermar, snilldar kaup!

- - - - -

Coffee table

Fékk þetta fallega Mater borð í afmælisgjöf ásamt Lingby vasanum og fallegu Nagelstager repro kertastjökunum. Ég fékk svo margar fallegar gjafir að ég er alveg orðlaus. Takk fyrir mig :)

Ég var líka búin að lofa að deila með ykkur myndaveggnum sem ég hengdi upp fyrir afmælið, hann er bjartur og litríkur sem hentar vel fyrir dimmt hol. Eigið góða helgi :)

- - - - -

7 by Arne Jacobsen

Sjöan frá Arne Jacobsen er að mínu mati mjög fallegur og klassískur stóll. Stóllinn hefur verið gefinn út í mismunandi litum og finnst mér afmæliseintakið í brúnum/appelsínugulum lit mjög fallegt. Þessi litur passar einstaklega vel við bláu tónanna í rúmteppinu og hvíta rýmið. Ég kíkti við í Epal í dag og sá að þar eru nokkrir útvaldir litir af sjöunni á afslætti (40.000kr.). Einnig finnst mér mjög sniðugt að Epal er farið að endurselja falleg notuð húsgögn og var ég svo heppin um daginn að finna 6 stykki HAY stóla í hvítum lit sem príða borðstofuborðið mitt.

- - - - -